Tyrkjaránin endurtekin

16. júlí 1627 hófust Tyrkjarán á Íslandi, með landtöku svokallaðra Tyrkja, sem voru reyndar frá Alsír og Marokko, í Vestmannaeyjum.  Alls rændu þeir um það bil 300 manns, sem seld voru á uppboði í Algeirsborg, og drápu nokkra tugi, áður en þeir héldu til síns heima.  Þessi dagur hefur verið talinn með þeim svartari í sögu Íslands.

16. júlí 2009 samþykktu 33 þingmenn á Alþingi Íslendina, að Ísland skyldi afsala sér fullveldi sínu og innlimast í stórríki Evrópu.  Þar með myndi nítíu og eins árs fullveldi landsins verða afsalað til arftaka Þýskalandskeisara og sólkonunga Frakklands.  Þessi dagur mun í framtíðinni verða talinn með þeim svartari í sögu Íslands.

Tyrkir komu ekkert nálægt "Tyrkjaráninu", en nú er útlit fyrir að þeir móðgist, vegna þess að útlit sé fyrir að örríkið Ísland muni tefja framgang múslimskrar trúar innan ESB, eða eins og segir í fréttinni:  "Þar segir jafnframt að fái Íslendingar að ganga í sambandið þýði það í raun að evrópskt 70 milljón manna múslimaríki eigi minni rétt á því að ganga í sambandið en kristin eyja „týnd í Atlantshafinu“.

Því hefur verið spáð, að innan ekki svo langs tíma muni múslimar verða meirihluti íbúa Þýskalands og Frakklands og verða þannig ráðandi afl í Evrópusambandinu.  Ekki verður verra fyrir þessi nýju múslimaríki að hafa Tyrkland sér til halds og trausts við framtíðarstjórnun Evrópu.

Gott er, að nú þegar er Kóraninn til í Íslenskri þýðingu, þó trúarathafnir fari allar fram á arabisku.


mbl.is Aðild Íslands móðgun við Tyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband