25.6.2009 | 14:48
Til hamingju AGS
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn náði að festa öll sín markmið í stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins og verður aðkoma ríkisvinnuflokksins sú, að framkvæma stefnu AGS, en það hefur vinnuflokkurinn verið í talsverðum vandræðum með undanfarið.
Stöðugleikasáttmálinn er um ýmislegt sem: "Stefnt skal að..", "Fyrihugað er..." "Leitast verði við að..." o.s.frv. Fjármálaeftirlitið hafði gefið bönkunum lokafrest til 17. júlí til að ganga frá efnahagsreikningum sínum og er sú dagsetning sett inn í sáttmálann, eins og um hana hafi verið samið í Karphúsinu.
Stýrivextir verða vonandi lækkaðir sem fyrst, samkvæmt sáttmálanum. Gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst og hætt verði að loka fyrir erlenda fjárfestingu þann 1. nóvember. Ýmis fleiri skilyrði AGS fyrir lánaafgreiðslu sinni er þarna að finna og vonandi verða þau uppfyllt "fljótlega".
Skemmtilegasta málsgreinin í sáttmálanum er þessi: "Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009."
Það þarf sem sagt að semja um það sérstaklega, að ríkisstjórnin flækist ekki fyrir atvinnuuppbyggingu eftir 1. nóvember 2009. Allir hljóta að fagna því, að samningar tókust um þetta.
Með þessum sáttmála hefur AGS tryggt stefnu sína til a.m.k. tveggja ára.
Miðað við andstöðu Vinstri grænna við AGS fram að þessu, verður þessi árangur að teljast ásættanlegur fyrir AGS.
Til hamingju með sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.