Góðæri glæpamanna

Það er alþekkt staðreynd, að í kreppum fjölgar afbrotum allskonar, sérstaklega innbrotum, ránum og öðrum fjármálabrotum.  Merki slíkrar aukningar hefur þegar orðið vart hér á landi á síðustu mánuðum og án nokkurs vafa á afbrotum af öllum gerðum eftir að fjölga á næstu árum.

Núna væru rétt viðbrögð, að flýta nýjum fangelsisbyggingum og auka framlög til lögreglu og saksóknara.  Frekar en í öðrum málum, en náttúrlega gripið til þveröfugra aðgerða, þ.e. að skerða framlög til lögreglunnar, ríkissaksóknara og fangelsismála.  Bygging fangelsa væri kærkomið verkefni fyrir sveltan byggingariðnað og myndi skapa nokkur störf í þeirri grein. 

Ástandið sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar er tilkomið vegna glæpsamlegra athafna tiltölulega fárra manna, sem beittu svo flóknu ferli til að fela slóð sína, að langan tíma og mikinn mannafla mun þurfa til að upplýsa þá gjörninga alla.

Vitandi um þennan niðurskurð, hljóta íslenskir krimmar að hugsa sér gott til glóðarinnar.

Það er aumt hlutskipti, að hafa hvorki efni á að rannsaka glæpina, hvað þá að fangelsa þá, sem sekir eru.


mbl.is Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það,skyldi ameríski herinn ekki eftir sig lúxusfangelsi eftir á Keflavíkurflugvelli,eða er kannski búið að taka það frá fyrir´´  útrásarvíkingana  ´´.........??????????????????

Númi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband