Staðfestir að um kúgun sé að ræða

Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður, hefur unnið álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið vegna Icesave samningsins og þvert ofnan í það, sem ráðuneytið hefur vænst, staðfestir hann að um kúgun og handrukkun sé að ræða af hálfu Breta og Hollendinga.

Í fréttinni er haft eftir Jakobi:  "„Mér er tjáð að komin hafi verið upp pattstaða sem skipti Stóra-Bretland litlu fjárhagsmáli. Á meðan pattstaðan væri uppi, hefði Ísland í reynd verið talið einangrað frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Stóra-Bretland og Holland munu hafa þvertekið fyrir að fara með málið fyrir dómstóla eða gerðardóm,“ segir Jakob. Áhyggjur af bankakerfi og aðrir slíkir hagsmunir voru taldir skipta Breta mun meira máli."

Fjárhagslegir hagsmunir skiptu Breta ekki nokkru máli, þeir höfðu eingöngu áhyggjur af gallaðri tilskipun ESB um tryggingarsjóði, að þeirra eigin mati.  Til að kúga Íslendinga var því ESB beitt af fullum þunga í málinu og meira að segja norðurlandaþjóðirnar tóku þátt í þessari handrukkun.

Fyrr í fréttinni kemur fram að:  "Jakob segir í álitsgerðinni að að af hálfu íslenska ríkisins hafi ítrekað verið sagt að Ísland myndi standa við skuldbindingar sínar án þess að tiltekið væri nákvæmlega hverjar þessar skuldbindingar væru."

Þessar skuldbindingar hljóta að hafa verið að fara eftir tilskipun ESB um Tryggingarsjóð innistæðueigenda, enda var sá sjóður starfræktur eftir tilskipuninni, en í henni kemur skýrt fram, að á sjóðunum skuli ekki vera ríkisábyrgð.

Til að vernda sína eigin hagsmuni, voru sendir handrukkarar á Íslendinga og eins og margir þolendur ofbeldis, lætur ríkisvinnuflokkurinn undan fjárkúgurunum og samþykkir að taka á sig að borga ofbeldismönnunum "lausnargjald".

Stríðsglæpamenn eru dæmdir fyrir stríðsglæpadómstólum. 

Líklega eru engir dómstólar sem taka að sér að dæma þjóðríki fyrir efnahagsofbeldi.


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband