Engin ábyrgð almennings

Samkvæmt ESB reglum, sem Íslendingar innleiddu á sínum tíma, bar bönkum að greiða í Innistæðutryggingasjóð sparifjáreigenda ákveðið hlutfall af innistæðum í bönkunum á hverjum tíma og það gerðu íslensku bankarnir, eins og aðrir bankar í Evrópu gerðu sjálfsagt.  Þessir innistæðutryggingasjóðir áttu að ábyrgjast hverjum innistæðueiganda a.m.k. rúmar tuttugu þúsund Evrur af innistæðu sinni, ef banki færi í þrot.  Aldrei var gert ráð fyrir neinum ríkisábyrgðum á þessum sjóðum, enda eru þeir ekki ríkistryggðir neins staðar í Evrópu.

Við náttúruhamfarir eru oft samþykkt neyðarlög fyrir einstök lönd, héruð, eða einstök fylki, t.d. í Bandaríkjunum.  Þá lúta þau lög oftast að því að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir tjóni á þessu tiltekna svæði, án þess að sambærileg aðstoð nái til annarra landsmanna, í krafti einhvers jöfnuðar milli þegnanna.

Eftir Vestmannaeyjagosið og aðrar náttúruhamfarir á Íslandi hafa þeim sem orðið hafa fyrir tjóni verið veitt aðstoð, án þess að samskonar aðstoðar hafi verið krafist um allt Evrópska efnahagssvæðið.  Með neyðarlögunum í haust ákvað ríkisstjórnin að tryggja innistæður innanlands að fullu, en ekki verður séð að það þýði það að íslendingar ábyrgist þar með allar bankainnistæður í Evrópu, jafnvel ekki innistæður útlendinga í íslenskum bönkum.

Ef ætlunin hefði verið að hafa ríkisábyrgð á þessum innistæðutryggingastjóðum, hefði ESB gert ráð fyrir því, strax í upphaflegri löggjöf.  Það var ekki gert og því er engin ríkisábyrgð á íslenska sjóðnum, frekar en öðrum evrópskum innistæðutryggingasjóðum.

Nú er hinsvegar verið að neyða Íslendinga til þess að láta ríkið ábyrgjast innistæður útlendinga, umfram það sem tryggingasjóðurinn ræður við.  Það er hreint ofbeldi af hálfu Evrópubandalagsins og á ekki að líðast.

Væru Íslendingar skyldugir til þess að borga þetta, þá þyrfti ekki að setja um það sérstök lög á Alþingi núna.

Þetta eru eins og stríðsskaðabætur, sem undirokaðar þjóðir eftir styrjaldir eru stundum neyddar til að greiða. 


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Á meðan þessi valdaklíka sem er á bakvið tjöldin, getur skipað ríkisstjórnum  og stofnunum fyrir verkum eru litlir möguleikar á að við náum rétti okkar í hvorki einu né neinu. Þetta er svona að síga hægt og rólega inn í hausinn á ísendingum að þeir hafa engu ráðið í marga marga áratugi og svona verður þetta áfram ef ekkert verður að gert. Eftir 6 ár er vatnið,fiskurinn og jarðhitinn orðin eign annarra en íslendinga. Og ég hef fyrir löngu síðan ákveðið að eiða síðustu árum æfi minnar í öðru landi en íslandi þar sem ellilífeyrisþegar eru rukkaðir mörg ár aftur í tímann um kröfur sem enginn fær að vita hverjar eru. Svona er djöfulsskapurinn í ríki og stofnunum á íslandi dag

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 19.6.2009 kl. 15:10

2 identicon

Bingó!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála,

að vísu setja neyðarlögin okkur í erfiða stöðu en við getum vísað til neyðarréttar og Versalasamningana.

Að taka ekki til varna er aumingjadómur og sviksemi við íslenska þjóð í bráð og lengd.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband