Brussel á hraða snigilsins

Leiðtogar ESB eru á fundi í Brussel í dag til að ræða framtíð Lissabonsáttmálans og munu í örvæntingu reyna að finna leið til þess að fá Íra til þess að samþykkja sáttmálann, sem allra fyrst, því þeir eru skelfingu lostnir yfir því að ef Íhaldsflokkurinn komist til valda í Bretlandi, þá muni hann vísa sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Slíkt líðræði er illa liðið í Brussel.

Í fréttinni segir:  "Fundurinn er haldinn í kjölfar Evrópuþingskosninga sem leiddu í ljós töluverða hægrisveiflu og mótstöðu við nánari sameiningu innan sambandsins. Fréttaskýrendur segja það auka þrýsting á framkvæmdastjórn sambandsins að fá fram staðfestingu Lissabonsáttmálans en hann var felldur í þjóðaatkvæðagreiðslu á Írlandi á síðasta ári."  

Samþykkt Lissabonsáttmálans er skref á þeirri leið, að gera ESB að stórríki, með eigin her, en það er einmitt ein ástæða þess, að Írar felldu sáttmálann.

Áróðursmeistarar ESB og íslenskir taglhnýtingar þeirra, tala nú fjálglega um að gott væri að fá Íslendinga inn í sambandið, til þess að vinna að breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB, vegna þess hve Íslendinar hafi mikla og góða reynslu af verndun fiskistofna.  Ef ESB vantar ráðgjöf á því sviði, á sambandið einfaldlega að óska eftir sérfræðiráðgjöf Íslendinga, án þess að landið gangi í ESB. 

Lok fréttarinnar upplýsir hvað allar breytingar taka langan tíma innan ESB, en þar segir:  "Leiðtogar sambandsins segja sáttmálann nauðsynlegan til þess að sambandið geti starfað með árangursríkum hætti. Hann er niðurstaða samningaviðræðna sem fram fóru í kjölfar þess að Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992."

Vandræðagangurinn í kringum Lissabon sáttmálann er sem sagt búinn að taka sautján ár og niðurstaða ekki fengin ennþá.

Breyting sjávarútvegsstefnunnar mun gerast á þessum sama hraða. 

Hraða snigilsins.


mbl.is Leiðtogafundur í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband