Tvísaga embættismaður

Indriði H. Þorláksson, sérlegur aðstoðarmaður fjármálajarðfræðingsins, verður neyðarlega tvísaga í einni og sömu setningunni, þegar hann segir:  "Aldrei hefur staðið til að Icesave-samningurinn yrði leyndarmál. Líklega er það spurning um daga hvenær samkomulag sem nú er unnið að næst við Breta og Hollendinga um að aflétta leynd yfir samningnum, meðal annars til að þingmenn geti kynnt sér hann."

Hvers vegna þarf að skrifa bréf til Hollendinga og Breta með beiðni um að fá að opinbera samninginn, ef aldrei stóð til að hann væri leyndarmál?  Hvers vegna er það spurning um daga hvenær samkomulag næst við Hollendinga og Breta um að aflétta leynd yfir samningnum?  Þarf leyfi til að aflétta leynd, sem aldrei stóð til að yrði nein leynd?

Það er alveg með ólíkindum hvað ráðherrar og embættismenn geta bullað mikið, án þess að fréttamenn sjái í gegnum ruglið og gangi eftir skýrari svörum.

Það er kannski ekki undarlegt, þegar Icesave og ESB eru annars vegar.

Flestir fjölmiðlamenn eru í reynd áróðursmenn fyrir hvoru tveggja.


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband