Á grunaður að stjórna rannsókn?

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, er af mörgum talinn hafa staðið ákaflega slælega að öllu eftirliti með bönkunum á þeim árum sem hann stjórnaði Fjármálaeftirlitinu.  Bankakerfið hrundi og Alþingi setti á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess og sú rannsókn nær vitanlega bæði til stjórnenda, eigenda og starfsmanna bankanna og þess eftirlitskerfis, sem með þeim átti að fylgjast.

Dr. Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, mun hafa látið þau orð falla í viðtali við skólablað, að hún teldi að óvarlega hefði verið farið í starfsemi bankanna og eftirlitið hefði verið slælegt.  Að þessi almæltu tíðindi gefi tilefni til að hún víki úr nefndinni er auðvitað út í hött og undarlegt ef hún nýtur ekki stuðnings lögspekinganna í nefndinni til málfrelsis að þessu sakleysislega leyti.

Hitt er enn fáráðnlegra, ef "grunaður" aðili að einhverju máli á að fá að ráða því, hver rannsakar mál hans og hver ekki.

Auðvitað á ekkert að vera að tefja málið með svona aukaatriðum.


mbl.is Vildu Sigríði úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Fullkomlega sammála þessu frá A til Ö - hinir nefndarmennirnir áttu einfaldlega að segja Jónasi Fr. að éta fúlt flot sem úti frýs, í stað að láta þessa vitleysu verða að einhverri umræðu. Hvers vegna er jarmið í Jónasi Fr. einhvers virði í þessu samhengi?! Að hann, sjálfur Hr. Gargandi Vanhæfi, skuli telja sig umkominn að raða í rannsóknarnefnd eigin flausturverka sýnir að hann er jafn veruleikafirrtur og hann var ódugandi sem stjórnandi Fjármálaeftirlitsins. Það eru svona bananar sem gefa lýðveldinu nafn sitt.

H.F.F. !!!

Jón Agnar Ólason, 12.6.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband