Fyrirséð bankakrísa í ESB

Margir virðast halda að hrun íslenskra banka sé einsdæmi í heiminum.  Svo er alls ekki og margir bankar í heiminum hafa farið á hausinn og mjög mörgum stórbönkum hefur verið bjargað fyrir horn, tímabundið, með gífurlegum framlögum viðkomandi ríkissjóða.

Í ESB hefur ýmsum bönkum verið fleytt áfram með ríkisframlögum og neyðarlánum frá Evrópska seðlabankanum, en ekki er ennþá útséð um hvernig fer með þá áður en yfir lýkur.  ESB aðdáandinn mbl.is flaggar ekki mikið fréttum af erfiðleikum innan ESB, en á viðskiptadálki mbl.is slæðast einstaka sinnum klausur tengdar þeim málum, nú síðast þeirri um óttann við bankakrísu í ESB árið 2010.

Í fréttinni segir:  "Seðlabanki Evrópu fylgist grannt með erfiðleikum 25 banka sem taldir eru skipta sköpum fyrir fjármálaheilsu evrusvæðisins, og hann óttast aðra bylgju af vandamálum hjá bönkum á næsta ári, þjarmi heimskreppan enn að þeim og öðrum, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Telegraph."  Á Íslandi voru það þrír bankar sem skiptu öllu um fjármálaheilsu landsins, en í ESB eru það aðeins 25 bankar sem skipta sköpum fyrir fjármálaheilsu Evrusvæðisins.  Dejan Krusec, sérfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu, hefur áhyggjur af lengd kreppunnar og segir að vandamálið sé ekki árið 2009, heldur árið 2010.

Á þessu, ásamt mörgum öðrum viðvörunarbjöllum, sést hvílíkt glapræði væri fyrir Íslendinga að sækja um aðild að ESB á þessum óvissutímum.


mbl.is Óttast bankakrísu 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband