Svifaseint Fjármálaeftirlit og verðlaun forsetans

Fjármálaeftirlitið hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að vísa skuli viðskiptum Stím, eignarhaldsfélags, til ákæruvaldsins vegna gruns um refsiverð brot í tengslum við "kaup" á hlutabréfum í Glitni, sem áttu sér stað fyrir tveim árum síðan.  Sennilega má það ekki mikið seinna vera, til að málið fyrntist ekki, en FME hafði áður rannsakað málið í nóvember árið 2007, án þess að grípa til nokkurra aðgerða þá.

Það verður að teljast með ólíkindum að nánast allt bankakerfið á Íslandi (og útrásin einnig) skuli, að því er virðist, hafa verið rekið af ótíndum skúrkum og ævintýramönnum, að ekki sé sagt glæpamönnum, eða eins og fréttin endar:  "Rannsóknir opinberra aðila á meintri markaðsmisnotkun Glitnis – og reyndar Landsbankans og Kaupþings líka í ótengdum málum – snýst um að þeir eru taldir hafa haft áhrif á verð hlutabréfa í sjálfum sér eða eigendum sínum. Oftar en ekki lágu upplýsingar um slíkt ekki fyrir þegar viðskiptin fóru fram."

Baugur var aðaleigandi Glitnis og flestra stærstu útrásarfyrirtækjanna.  Í bók, sem nú er að koma út, segir af neyðarfundi í bönkunum í mars 2008, þar sem var verið að fjalla um að Baugur væri ekki lengur gjaldfær og myndi því ekki geta greitt af lánum sínum til banka og lífeyrissjóða.  Mánuði síðar, eða í apríl 2008, veitti forseti lýðveldisins vini sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni útflutningsverðlaun forseta Íslands og sagði forsetinn af því tilefni, "að Baugur fengi þau fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og þann einstaka árangur sem fyrirtækið hafi náð í sölu- og markaðsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu. Á örfáum árum hafi fyrirtækið náð þeim árangri að verða þriðja stærsta smásölufyrirtæki á Norðurlöndum og á liðnum fimm árum vaxið hraðar en nokkuð annað fyrirtæki á þessum markaði."

Svo láta þessir menn, eins og veldi þeirra hafi fallið í október 2008, vegna inngripa seðlabankans.

 


mbl.is FME mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það var orðið ljóst síðari hluta 2007 í hvert stefndi hjá bönkunum.   Í byrjun árs 2008 fara útlánatöpin að hrannast upp.  Þá er farið að fiffa afskriftarreikninga og lengja í vonlausum lánum og öðrum samningum  til þess að blekkja markaðinn  Lagadeildir,  útlánaeftirlit og  áhættustýringar bankanna kóuðu með í þessum blekkingarleik.  Þögguninn var algjör.   Þarna spilaði líka inní vanþekking og vanhæfni  þessara stjórnenda til þess að sinna sínum störfum.

Síðan þegar spilaborgin hrundi þá var mest af þessu fólki látið starfa óáreitt áfram í bönkunum og starfar enn.  Það eykur ekki beint traust fólks á þessum ríkisbönkum.  Það þarf ekki mikla skynsemi til þess að álykta sem svo að þetta fólk er ekkert að leggja sig óþarflega mikið fram við það að veita upplýsingar og aðstoða við rannsókn bankahrunsins.

Guðmundur Pétursson, 11.6.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband