Steinum kastað úr glerhúsi

Margrét Kristmannsdóttir, tiltölulega nýkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir Alþingi til syndanna, vegna lýðræðislegrar umræðu um aðildarumsókn að ESB.  Meðal annars segir hún:  „Alþingismenn þurfa að taka sig saman í andlitinu og snúa bökum saman, eins og við sem erum í fyrirtækjarekstri höfum gert, við setjumst niður og ræðum málin.  Okkur blöskrar að hafa horft upp á stjórnvöld vikum og mánuðum saman haga sér eins og þau hafa gert þar sem hver höndin er upp á móti annarri.“

Nokkuð er það öfugsnúið, að skammast út í Alþingi, fyrir að rökræða kosti og galla þeirra mála, sem ríkisvinnuflokknum dettur í hug að leggja fyrir þingið hverju sinni.  Í öðru orðinu krefjast menn meira sjálfstæðis Alþingis og í hinu gagnrýna þeir að mál renni þar ekki í gegn, eins og á færibandi.

Það hefði verið alveg stórkostlegt ef Samtök verslunar og þjónustu hefðu ályktað af svona mikilli röggsemi á undanförnum árum um starfsemi félaga sinna í verslunar- og þjónustugreinunum, sérstaklega skuldsetningargleði þeirra og útrásartilburði.  Hefðu samtökin verið jafn vel vakandi þá og ef félagarnir hefðu verið jafn samtaka og einbeittir í sjálfsgagnrýninni, þá hefði jafnvel ekki farið eins illa fyrir íslensku efnahagslífi og raunin varð.

Samþykkt SVÞ er eins og grjótkast úr glerhúsi.

Grjótkastið gerir svosem ekki mikinn usla núna, því húsið er hvort sem er mölbrotið.


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nákvæmlega það sem ég hugsaði!

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband