Viðkvæmt og erfitt mál

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem á árinu 1996 sagði frá kynferðislegri áreitni séra Ólafs Skúlasonar, biskups, í sinn garð á meðan hann var sóknarprestur í Bústaðakirkju, hefur farið fram á afsökunarbeiðni kirkjunnar vegna málsins.  Kirkjuráð hefur boðað hana á sinn fund þann 19. júní n.k. og mun væntanlega taka afstöðu til málsins í framhaldi af því.

Þetta mál er afar erfitt viðureignar og verkur upp þá spurningu, hvort kirkjan, sem stofnun og fyrrverandi vinnuveitandi Ólafs, geti í raun beðist afsökunar á gerðum þessa fyrrum starfsmanns síns.  Getur t.d. forstjóri í stórfyrirtæki beðist afsökunar á persónulegum misgjörðum fyrirrennara síns, hvort sem ásakanir á hendur honum hafi komið fram að fyrirrennaranum lífs eða liðnum?  Getur barn beðist afsökunar á gerðum látinna foreldra sinna?  Fengist betri sálarró með því að fórnarlambið fyrirgæfi látnum misgjörðarmanni sínum?

Sigrún Pálína óskar eftir uppreisn æru, vegna þess að henni finns kirkjan ekki hafa brugðist rétt við ásökunum sínum á hendur Ólafi.  Það hefði kirkjan væntanlega ekki getað gert öðruvísi en með því að svifta Ólafi biskupsembættinu.  Þar var kirkjan kannski í erfiðri stöðu, þar sem ekki var hægt að sanna ásakanirnar með áþreifanlegum hætti, en ef til vill hefði hún átt að láta fórnarlömbin njóta vafans.

Engin ástæða er til að efast um frásögn Sigrúnar Pálínu og í raun er hennar æra ekki skert í huga manna, heldur er hún virt og dáð fyrir framgöngu sína.  Hún fær hins vegar ekki frið í sálina og lítur á sig sem útlaga frá landinu á meðan kirkjan biðst ekki afsökunar á misgjörð kirkjunnar manns í sinn garð.

Vonandi getur kirkjan komið á móts við kröfur hennar og er henni óskað velfarnaðar í þessu máli, sem og lífinu framvegis.


mbl.is Sigrúnu boðið á fundinn 19. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband