Fyrirvarar vegan EES og ESB

Þjónustutilskipun ESB, sem Íslendingar eru skyldugir til að innleiða vegna EES samningsins, hefur nú verið staðfest af ríkisstjórninni, eftir að hótanir höfðu borist um að landinu yrði stefnt fyrir EES dómstólinn, vegna tregðu við innleiðinguna.

Í fréttinni kemur fram að:  "Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra taldi afar brýnt að setja skýran fyrirvara í tengslum við samþykkt þjónustutilskipunarinnar, fyrirvara sem snýr sérstaklega að heilbrigðisþjónustunni og almannaþjónustu almennt."

Sú spurning vaknar, hvort ESB sætti sig við að einstakar þjóðir setji slíka fyrirvara og hvort þeir myndu standast fyrir dómstóli ESB, ef á það myndi reyna.  Í athugasemdum með tillögu Össurar, grínara, um aðildarumsókn að ESB eru settir nokkrir fyrirvarar, t.d. þessir, sem snerta sömu atriði:

*      Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum. 
*      Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

Ef Íslensk stjórnvöld eru sannfærð um að þessum málum sé stýrt á ólýðræðislegan hátt í ESB, af hverju sækja þau þá svona stíft að komast í þessa ólýðræðislegu samkundu.

Mikil umbrot eiga sér nú stað innan ESB og réttast að bíða í nokkur ár, með að ákveða hvort sækja skal um aðild, enda hefur Íslands ekkert inn í sambandið að gera núna.


mbl.is Þjónustutilskipun ESB samþykkt með fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband