20.5.2009 | 17:41
Mála(ó)gleði
Jóhanna, ríkisverkstjóri, gat þess í stefnuræðu sinni, að vegna gífurlegs krafts og dugnaðar síns og ríkisvinnuflokksins, yrðu a.m.k. 38 lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og önnur þingmál, flutt á nýsettu sumarþingi. Þessa málaskrá eru allir hvattir til að lesa, en hana má sjá hér
Í þessari málaskrá eru a.m.k. tíu mál, sem koma beint frá EES og skylda er að staðfesta sem lög frá Alþingi. Af þeim málum, sem þá eru eftir er aðeins eitt, sem snertir hvert heimili í landinu á beinan hátt, en það er skýrt svona í málefnaskránni: "Frumvarp til breytinga á ýmsum skattalögum o.fl. vegna tekjuöflunar ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir á grundvelli áætlunar um jöfnuð í ríkisfjármálum verði nauðsynlegt að auka tekjur á þessu ári."
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, var reyndar búinn að segja að skattar yrðu ekki hækkaðir á þessu ári, þar sem fjárlög hefðu þegar verið samþykkt fyrir árið 2009. Að vísu sagði hann þetta fyrir kosningar, svo það var auðvitað ekki að marka.
Marg oft hefur verið farið fram á að almenningur verði upplýstur um, hvernig á að ná niður fjárlagahallanum fyrir árið 2013, en fram að kosningum var því máli alltaf eytt, eins og hverju öðru aukaatriði, þó aðeins sé nú farið að minnast á þetta, eftir kosningarnar. Í málaskrána er nú sett klausa, sem hlýtur að vera sú mikilvægasta, fyrir utan skattahækkanirnar, en það er liður nr. 5. frá Fjármálaráðuneytinu: "Skýrsla um áætlun í ríkisfjármálum 2009 til 2013. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er ákveðið að áætlun þessi verði lögð fram til kynningar. Í henni er gerð grein fyrir þeim aðgerðum í ríkisfjármálum sem taldar eru nauðsynlegar til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á næstu árum og standa við forsendur aðstoðaráætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
Þessa skýrslu á sem sagt að leggja fram til kynningar. Fréttamenn hafa ekki uppgötvað ennþá, að þetta sé stæsta mál, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Ekki þykir heldur fréttnæmt, hvers vegna AGS hefur ekki ennþá greitt annan hluta lánsloforðsins og telur að ekki sé hægt að lækka stýrivexti meira á næstu mánuðum.
Vonandi vaknar sá skilningur, þegar skýrslan verður kynnt.
Áforma að flytja 38 mál á vorþinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.