Þjónkun hégómleikans

Í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var á Sunnudaginn, var einn liður sem hljóðaði svo:

"Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn."

Þetta var kynnt þannig, að greiðslur fyrir nefndarstörf yrðu lækkaðar, eða felldar alveg  niður, og settar yrðu samræmdar reglur milli ráðuneyta um risnu- og ferðakostnað, með það að markmiði að spara nánast allt, sem hægt væri að spara, á þessum liðum.

Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar er síðan að flytja allt ráðherraliðið til Akureyrar, til þess að þjónka barnalegri hégómagirnd Steingríms J., fjármálajarðfræðings, um að fá að halda fyrsta fund nýrrar ríkisstjórnar í sínu heimakjördæmi. 

Ef til vill var klausan um risnu- og ferðakostnaðarsparnaðinn bara sett inn í verkefnaskrána til þess að hafa eitthvað til að gera grín að á ferðalögum.

Í fréttinni af þessum tímamótafundi kemur fram að:  "Með staðarvalinu vill ríkisstjórnin undirstrika að hún er ekki bara stjórn þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, heldur landsins alls. Ekki er útilokað að fleiri fundir en þessi verði haldnir utan Reykjavíkur þegar fram líða tímar."

Þessi klausa hlýtur að hafa verið samin af Össuri, grínráðherra, nema ríkisstjórnin sé upp til hópa svona bráðfyndin. 

Hefur nokkrum, nokkurn tíma, dottið í hug að ríkisstjórnir væru bara ríkisstjórnir Reykjavíkur?


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband