Veruleikafirring

Það er með ólíkindum hve veruleikafirring íslenskra banka- og útrásarvíkinga hefur verið alger á undangengnum "lánærum".  Í fréttinni kemur fram að:  "Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands nema nú um 58 milljörðum króna."  

Margur maðurinn hefur farið illa á því að skrifa upp á persónulegar ábyrgðir á lægri upphæðum en þetta og ótrúlegt að Landsbankinn taki persónulegar ábyrgðir fyrir öðrum  eins upphæðum.  Ef til vill er skýringin sú, að þessi stóri ábyrgðarmaður var einnig formaður bankaráðs Landsbankans og hafði þar með greiðari aðgang að sjóðum bankans en aðrir.  Einhver hefði nú leyft sér að kalla það nánast hámark fjármálaspillingar, en eftir því sem fleira kemur í ljós í þessum efnum, blikna eldri málin alltaf í samanburðinum.

Í fréttinni er einnig sagt að heildareignir Björgólfs hafi verið að verðmæti 143 milljarðar króna í ársbyrjun 2008, en ekkert sagt um hve háar skuldir stóðu á móti þessum eignum.  Til að setja þessa tölu í eitthvert samhengi, er hún hærri en allur áætlaður tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi á árinu 2009.  Að einn einstaklingur hafi verið að spila fjárhættuspil með slíkar upphæðir undirliggjandi, er í raun svo fáráðnlegt, að engu tali tekur.

Grátlegast af öllu er, að sumir útrásarvíkinganna spiluðu með miklu stærri pott í sínu glæfraspili og þegar öll spil verða lögð á borðið, mun áhætturugl og tap Björgólfs líklega blikna í þeim samanburði.


mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur H

Því má ekki gleyma að með því að taka þessar ábyrgðir Eimskips á sig persónulega kom Björgólfur í veg fyrir að það fyrirtæki færi á hausinn. Þá hefði bara verið eitt skipafélag að þjóna landinu, Samskip í eigu Ólafs Ólafssonar.

En er ekki frekar ástæða til að undrast hvers vegna engir aðrir tóku á sig persónuelgar ábyrgðir? Þeir sleppa með glæsivillurnar sínar, en vafalítið tapar Björgólfur öllu sem hann á.

Leifur H, 4.5.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef Björgólfur er að leita eftir tárum þá eru það krókódílatár sem ég get boðið upp á.

Finnur Bárðarson, 4.5.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband