22.4.2009 | 13:42
Álið er málið
VG er alfarið á móti stóriðjuframkvæmdum og Smáflokkafylkingin hefur tafið fyrir álveri á Bakka með öllum ráðum. Í morgun birtust fréttir um útflutning frá Íslandi á síðasta ári og þar sagði:
"Útflutningur jókst um 53% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur jókst um 19,9%. Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 36,7% og iðnaðarvöru 52,1%."
Á næstu árum mun íslenska þjóðin þurfa að lifa á eigin tekjum, því langt verður þangað til erlendar lánastofnanir verða búnar að gleyma íslensku útrásarvíkingunum og tapinu vegna þeirra. Undanfarin ár hafa erlend lán streymt til landsins í alls kyns neyslu og bruðl, en nú er slíkt "lánæri" ekki í sjónmáli aftur um langa framtíð.
Ef hinsvegar er hægt að laða hingað erlenda fjárfesta, með erlent fé, til uppbyggingar atvinnutækifæra, þá eigum við að taka því fagnandi, hvort sem um álversframkvæmdir, eða annarskonar uppbyggingu, er að ræða. Nú þegar er iðnaðarvöruútflutningur orðinn miklu meiri en útflutningur sjávarafurða og værum við nú illa sett, ef við hefðum ekki álverin til að lappa upp á efnahag landsins.
Það er þjóðarhagur, að greiða sem mest, best og fljótast fyrir allri erlendri fjárfestingu.
Gegn slíku berjast vinstri grænir með oddi og egg og Smáflokkafylkingin mun láta þá teyma sig á asnaeyrunum í þessum málum.
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yfir 40 eða 42-44% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.
Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.
Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytts.
Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annaða landa s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði, hugbúnaðarfyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í undanfarin ára. Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?
Ekki var það Gaffalbita verksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 20.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 20.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Ál er annar mest notaði málmurinn í heiminum í dag, næst á eftir járni. Harka áls er háð herslu og íblöndunarefnum. Ál er yfirleitt ekki valið í hluti, þar sem kröfur eru gerðar um mikla hörku eða slitstyrk. Almennt séð er ál léttur málmur með mjög góða eiginleika gegn tæringu og leiðir vel bæði rafstraum og varma.. Í heiminum eru framleidd um 24 milljónir tonna árlega og framtíð áliðnaðarins er í heild björt. Undanfarna áratugi hefur notkun áls aukist jafnt og þétt á ýmsum sviðum. Búast má við enn frekari auknoingu á næstu árum þegar fleiri greinar læra að nýta sér hagstæða eiginleika þess.Helstu notkunarmöguleikarnir eru:
Farartæki
Um fjórðungur álnotkunar er í flutningum. Nú leggja menn áherslu á að minnka þyngd flutningatækja svo sem flugvéla, járnbrautarvagna, skipa og bifreiða til að draga úr orkunotkun og mengun. Í þessu tilliti býr ál yfir miklum yfirburðum vegna þess hve létt það er og sterkt í senn.
Ál er notað í burðargrindur, klæðningar, raflagnir og rafkerfi í flugvélum. Í fólksbifreiðum og vöruflutningabifreiðum má nota það í grindur, yfirbyggingar, blokkir, stimpla, lok, stuðara, hjól og svo framvegis.
Notkun áls í lestum, lestarvögnum, fólksflutningabílum og bátum fer stöðugt vaxandi.
Byggingar og mannvirki
Um fimmtungur álnotkunar er í byggingariðnaði og er ál fyrst og fremst notað vegna þess hve létt það er, sterkt og sveigjanlegt en einnig vegna þess hversu lítið það tærist. Brýr, gríðarstór hvolfþök yfir markaði og íþróttahallir eru dæmi um mannvirki þar sem ál er notað.
Þetta sambland af styrk, lítilli þyngd og miklum sveigjanleika gerir mönnum kleift að reisa veggi og þök sem væru of þung eða dýr ef þau væru gerð úr öðrum efnum.
Ál tærist mjög lítið og er því heppilegur kostur á þök, í klæðningar, stiga, handrið og annað þess háttar. Sveigjanleiki málmsins og útlit gerir hann tilvalinn í margbrotna gluggakarma, hurðir og klæðningar innanhúss.
Umbúðir
Um fimmtungur álnotkunar er í umbúða- og pökkunariðnaði. Vegna þess að ál er létt, hleypir ekki í gegnum sig vökva, er ekki eitrað og skilur ekki eftir sig bragð, á það fáa keppinauta þegar kemur að umbúðum um mat, drykk og lyf.
Umbúðir úr áli eru fyrirferðarlitlar, léttar og óbrjótanlegar. Slíkar umbúðir draga úr orkunotkun og kostnaði við dreifingu og endurheimtingu sökum þess að flutningskostnaðurinn er lítill. Orka sparast líka þegar drykkir eru kældir í áldósum vegna þess hve málmurinn leiðir vel hita. Umbúðir geta orðið sorpvandamál en rétt notkun á áli er vistvæn lausn.
Raftækni
Um níu prósent af álnotkuninni tengist raforkunotkun. Raflínur úr áli hafa nær alveg tekið við af koparlínum vegna þess hve ál er létt og leiðir vel rafmagn. Háspennulínur úr áli vega aðeins um helming þyngdar koparlína með sömu flutningsgetu. Ál er líka að koma í stað kopars í spennubreytum.
Vegna sveigjanleika og annarra eiginleika má líka nota ál í hlífar, töflur og annan búnað í fjarskiptum og raftækni. Ál má nota í öryggiskassa, gervihnattadiska, sjónvarpstæki og hljómflutningstæki svo eitthvað sé nefnt.
Notkun á hafi
Þörf fyrir efni sem eru létt, brenna ekki og þola veðrun er sérlega mikil á pöllum á hafi úti og á skipum. Þess vegna er ál notað í yfirbyggingar skipa, þyrlupalla, landgöngubrýr, handrið, brunaveggi og fleira á hafi úti. Nú er farið að byggja skip úr áli, bæði ferjur til farþega- og vöruflutninga svo og stærri seglskip. Ál eykur burðargetu og dregur úr viðhaldskostnaði.
Aðrir notkunarmöguleikar
Um fimmtungur álnotkunar er í framleiðslu á allskonar neytendavörum svo sem húsgögnum, húsbúnaði o.s.frv. Einnig falla undir þennan flokk ýmsar iðnaðarvörur sem ekki teljast til áðurnefndra flokka svo sem flutningagámar fyrir flugvélar, gashylki, möstur, reiðhjól, bílhýsi og fleira.
Listinn er langur og lengist sífellt vegna þess að einu hömlurnar á notkun áls eru hugarflug okkar sjálfra. Fólk gerir sér æ gleggri grein fyrir þeim kostum sem þessi málmur býr yfir.
Rauða Ljónið, 22.4.2009 kl. 14:00
Við þurfum að negla þessi tvö álver í Helguvík og á Bakka. Ennfremur þurfum við að reyna að fá þessi nýju álver til þess að skilja nóg eftir af gæðaáli á landinu til þess að skapa hér iðnað með þessari hrávöru og auka virðisaukann umtalsvert fyrir útflutninginn og skapa þannig enn meiri gjaldeyri.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.4.2009 kl. 14:15
Tekjur þjóðarinnar af álframleiðslu eru útflutningsverðmæti að frádregnum, innflutningsverðmætum, afskriftum fjárfestinga og afborgunum lána. Þegar þetta hefur verið tekið með í reikninginn er arður þjóðarbúsins af þessarri starfsemi ekki mikill við núverandi álverð. Vonum það besta og reinum að nota orkuforða landins í aðeins dreyfðari verk í framtíðinni.
Héðinn Björnsson, 22.4.2009 kl. 14:20
Sæll. Héðinn menn verða að greina satt og rétt frá til að vera marktækir.
page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->
Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. Útflutningsverðmæti áls á þessu ári er um 170 til 180 miljarðar á árinu eftir verða í beinum gjaldeyristekju um 75 til 80 milljarðar.
Þessi hópar hafa lífsafkoma af álgeiranum.
UM 20.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 20.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Rauða Ljónið, 22.4.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.