Aukinn niðurskurður ríkisútgjalda

Fram til þessa hefur verið rætt um að fjárvöntun ríkissjóðs á næsta ári yrði um 80 milljarðar króna, sem að mestu verður að brúa með niðurskurði ríkisútgjalda, þar með talið (og að mestu) vegna velferðar- og menntamála.  Þetta fást vinstri flokkarnir til að ræða af neinni alvöru, en hins vegar hefur kvisast að nú þegar sé hafinn undirbúiningur neyðarfjárlaga fyrir þetta ár, sem kynnt verður strax eftir kosningar.  Þá, en ekki fyrr, mun almenningur fá að vita af alvöru þessa máls.

Nú koma fréttir af því að Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í nóvember, þannig að fjárvöntun hans á árinu verði 3,5 milljarðar og rúmir tuttugu milljarðar árlega eftir það, á meðan atvinnuleysi minnkar ekki.  Þetta fjármagn fæst ekki annarsstaðar en með enn meiri niðurskurði ríkisútgjalda og hafi einhvern tíma verið talað um blóðugan níðurskurð, þá mun sá niðurskurður blikna og blána í samanburði við það sem koma skal.

Hafi einhver haldið að stjórnarmyndun verði auðveld eftir kosningar, þá veður hinn sami í villu og svíma.  Að minnsta kosti munu Smáflokkafylkingin og VG ekki eiga auðvelt með að ná samkomulagi um hvernig skal beita hnífnum.


mbl.is Þurrausinn í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband