Rannsóknarnefnd Alþingis

Það er fagnaðarefni að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli vera farin að halda reglulega blaðamannafundi til þess að skýra frá störfum sínum.  Þetta er ekki nefnd, sem á að fella dóma í einstökum málum, en mun væntanlega senda slík mál til sérstaks saksóknara, þegar tilefni gefast til.

Margir hafa haft áhyggjur af því að pappírstætarar hafi verið á fullu um allt bankakerfið undanfarna mánuði, en það eru óþarfa áhyggjur, þar sem á tækniöld er hægt að rekja öll viðskipti rafrænt, enda hafa engin viðskipti farið fram á undanförnum árum öðruvísi en að vera skráð í gegnum tölvur.  Þess vegna er hægt að rekja þessi viðskipti öll, en það getur hins vegar verið tímafrekt.

Alveg má telja víst, að ekki voru allar athafnir bankanna og útrásarvíkinganna samkvæmt laganna bókstaf og því hlýtur svefn þeirra flestra að verða órólegri með hverri nóttinni sem líður.

Kóngulóarvefur huldufyrirtækjanna, sem spannar öll helstu skattaskjól veraldar, er byrjaður að trosna.


mbl.is Rannsaka útlán bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband