Stjórnlaust Alþingi

Ömurlegt er að fylgjast með störfum Alþingis þessa dagana, þar sem öll helstu þingmálin sem snerta heimilin í landinu og atvinnulífið, komast ekki til umræðu vegna óstjórnar á þinginu og þrjósku um forgangsröðun mála.

Þingfundir standa fram á nótt, en stjórnarþingmenn sjá ekki sóma sinn í að ræða sín eigin þingmál og nenna ekki einu sinni að hanga í vinnunni, þó ekki væri til annars en að sýnast (eins og þeir gera oftast).  Meira að segja flutningsmenn frumvarps um breytingar á stjórnarskrá láta ekki svo lítið að sitja þingfundi til þess að vera til andsvara við spurningum sem upp koma varðandi frumvarpið.  Í nótt var ekki einn einasti af flutningsmönnunum á þingfundi og reyndar ekki nema þrír stjórnarliðar, þótt Jón Bjarnason hefði upplýst að Atli, samfolkksmaður hans úr VG, svæfi í hliðarherbergi í þinghúsinu.

Þvílík niðurlæging fyrir þingið og enn meiri er hún gagnvart þjóðinn og stjórnarskránni, að stjórnarliðar á þingi ætli að þvinga breytingar á stjórnarskránni gegnum þingið, án þess að nenna að ræða þær breytingar sem þeir vilja gera.

Þingfundir hljóta að vera hugsaðir til þess að menn skiptist þar á skoðunum og reyni að hafa áhrif á afgreiðslu mála. 

 Þingið á ekki að vera stimpilpúði.

 


mbl.is Langir vinnudagar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband