25.3.2009 | 11:17
Niðurfærsla skulda
Jóhanna, ríkisverkstjóri, tók undir það á aukaársfundi ASÍ, sem hér hefur verið haldið fram, að niðurfelling skulda í dag verði skattur á þjóðina á morgun. Jóhanna segir að skatturinn verði greiddur af launþegum þessa lands og að "gjafatillögurnar" myndu kosta ríkissjóð 300 milljarða króna, eingögnu vegna húsnæðislánanna og um 900 milljarðar ef fyrirtækin fengju líka sinn gjafapakka. Með slíkum skuldaniðurfellingum væri verið að binda langan skuldaklafa á þjóðina um langan tíma.
Fjárlög ársins 2009 gera ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði rúmir 103 milljarðar króna, tekjuskattur lögaðila verði rúmir 22 milljarðar og allar aðrar tekjur (v.sk., tryggingargjald, eignasala, vaxtatekjur o.fl.) verði alls um 277 milljarðar króna, eða að heildartekjur ríkissjóðs verði á árinu 402,5 milljarðar. Framundan er gífurlegur niðurskurður ríkisútgjalda og skattahækkanir, svo allir hljóta að sjá hversu fáráðnlegar þessar tillögur um eftirgjöf skulda er. Það þarf nefninlega einhver að borga og það þýðir ekki að blekkja með því að þetta verði svo einfalt að erlendir lánadrottnar gömlu bankanna verði bara látnir taka þetta á sig. Þeir mundu auðvitað aldrei sætta sig við það og þá lendir þetta hvergi annars staðar en á skattgreiðendum.
Einfaldari tillaga væri bara að láta seðlabankann prenta seðla og senda fjögurra milljóna króna seðlabúnt inn á hvert heimili í landinu. Fólk myndi rjúka til og eyða peningunum og koma atvinnulífinu þannig í gang aftur, jafnvel þó verðbólga ryki upp tímabundið.
Eini gallinn á þessari tillögu og hinum um skuldaniðurfellingarnar er að hún er jafn arfavitlaus. Gullgerðarmenn fyrri alda uppgötvuðu að lokum að ekki er hægt að búa til gull úr blýi.
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr - þú sérð í gegnum moldvirðið að vanda.
Lesendum þínum til fróðleiks má ég til með að láta fylgja þessum góða pistli, yfirlit yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt - vonandi mun Alþingi afgreiða þau mál sem enn standa útaf úr honum, á næstu dögum. Jóhanna hefur amk sagt að hún vilji að Alþingi starfi þar til þau mikilvægu mál séu í höfn.
Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum
Kveðja góð,
Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 11:40
Takk fyrir athugasemdina Hrannar sem felur í sér upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Maður fær tár í augun þegar nakinn sannleikurinn blasir við.
Liður 1.,2.,5.,10.,11. eru allt lenging í ólinni fyrir skuldara, með tilheyrandi AUKNUM heildarkostnaði fyrir þá. Það kostar meira að skulda lengur.
Liður 3. hærri barnabætur nýtast þeim sem hafa lægri tekjur en 330 þúsund á mann/mánuði. Gögn sýna að það var frekar tekjuhærra fólkið sem tók erlendu lánin og situr uppi með tvöfalda greiðslubyrði og nýtist því þessi hækkun ekki, sérstaklega þeir sem nú hafa tvöfaldað vinnuna sína til að ná endum saman, þeir munu lenda í ofurtekjuskattþrepinu (500þ.+)
Liður 4. OK - takk fyrir að leyfa okkur að nota hluta launa okkar sem við lögðum sjálf í sparnað.
liður 6. Hvað í "#$& er samningskrafa?
Liður 7. Hámark dráttarvaxta er ákv af Seðlabanka, og helst í hendur við alm vaxtastig, EKKI ákvörðun ríkisstjórnar. Bankar ákveða svo sjálfir m.t.t. sinna hagsmuna hve háa vexti þeir inniheimta (upp að ákveðna hámarkinu)
Liður 8.og 9. hvaða máli skiptir af hvaða tekjum maður borgar skuldirnar sínar, þeim sem koma í formi bóta frá ríkinu eða launa? Engin hjálp.
12. Hjálp í gjaldþroti?
13. Opnað á mismunandi túlkanir einstaka aðila sem koma að mati á greiðslugetu. Aðferð snigilsins við úrlausn bráðavanda. Við þurfum bráðamóttöku, ekki langlegudeild. Það eru þúsundir manna á barmi örvæntingar. Núna!
14. Takk fyrir að leyfa okkur að leigja húsin okkar, sem við misstum út af almennu efnahagsástandi.
Er furða þótt fólk tárist? Hvað þarf að gerast svo ríkisstjórnin komi með raunverulegar lausnir til að hjálpa fólki? OK - kannski er ekki hægt að fella niður skuldir - en hvað er þá hægt að gera????
JB (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:15
Skuldir heimilanna hafa vaxið vegna okurvaxta (nafnvextir yfir 10%) um 200 milljarða. Að halda því fram að það sé réttlátt að bjarga fjármagnseigendum í bönkum fyrir á annað þúsund milljarða* en að það sé ekki hægt að nota neina fjármuni í að aðstoða heimilin í landinu er bara fyrring. Hverskonar samfélag verður nýja Ísland ef gildismatið er á þá leið að peningamarkaðsbréf séu virði ríkisaðstoðar en heimili fólks ekki?
*Innstæðutrygging umfram 20 þúsund evrur = 600 milljarðar, Innspýting í banka og peningamarkaðssjóði 400 milljarðar, tap Seðlabankans 300 milljarðar...
Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.