Engar viðræður um bankasamruna

Það eru engar viðræður um bankasamruna segir Gylfi viðskiptaráðherra.  Það væri nú gott og blessað ef tíminn væri notaður í umræður um önnur aðkallandi mál sem brenna á þjóðinni.

Nú eru sárafáir fundardagar eftir hjá Alþingi fyrir kosningar og ætla mætti að ekkert kæmist að í umræðum þar annað en brýnustu hagsmunamál atvinnulífs og fjölskyldna í landinu.  Nú er að hefjast þingfundur og  hér má sjá dagskrána.  Þar eru til umræðu 26 mál , en á síðustu stundu var skipt út liðnum "störf þingsins" fyrir umræður um aðild að ESB og álverið í Helguvík.  Fróðlegt verður að fylgjast með hvað mikill tími fer í umræður um t.d. liði nr. 7, 11, 12, 13, 14, 17, 23, 24, 25 og 26. 

Að tíma þingsins skuli sóað í slík mál, rétt fyrir þinglok í mestu kreppu sem yfir landið hefur dunið, getur ekki kallast annað en hneyksli.


mbl.is Óvíst um sameiningu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég held ekki að það væri þjóðráð að sameina bankana núna.

TARA, 24.3.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband