Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Mark Flanagans, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að koma verði bankakerfinu á réttan kjöl og létta verði á peningastefnu seðlabankans sem fyrst.  Þetta geti annað hvort komið fram í afléttingu gjaldeyrishafta eða lækkun stýrivaxta.  Fyrir nokkrum dögum var gefið út að ekki yrði unnt að aflétta gjaldeyrishöftum fyrr en í haust, þannig að þetta hlýtur að þýða að stýrivextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi seðlabankans, sem er 19. mars n.k.  Nú er verðbólguhraðinn kominn niður í ca. 6%, en stýrivextir eru 18% sem er í raun fáránlegt vaxtaokur.  Nýreknir seðlabankastjórar vildu lækka stýrivextina í febrúar, en þá lagðist AGS gegn því.  Verður því að reikna með því að stýrivextirnir verði lækkaðir niður í 10% í þessum áfanga og áfram í samræmi við lækkun verðbólgu.

Flanagan segir líka að ríkið verði að hagræða í rekstri sínum árið 2010 og verði ákvarðanir um hvernig það verði gert teknar síðar á árinu.  Á mannamáli þýðir þetta meiriháttar niðurskurð á þjónustu ríkisins og mun það koma hart niður á ýmsum þáttum, enda þarf niðurskurðurinn að nema a.m.k. 70 milljörðum króna á árinu 2010 og annað eins til viðbótar á árinu 2011.  Til samanburðar á að skera niður um 40 milljarða á þessu ári og hafa ýmsir kveinkað sér illa undan því, en sá sparnaður er barnaleikur hjá því sem koma skal.

Að endingu blés Flanagan á tillögur framsóknarmanna um flatan 20% niðurskurð allra skulda og taldi þær slæma og dýra leið til aðstoðar heimilunum.  Þessu hefur áður verið haldið fram á þessu bloggi og þetta virðast allir skilja nema framsóknarmenn.

Flanagan lætur í það skína að seðlabankinn og ríkisstjórnin ráði ferðinni í fjármálum þjóðarinnar, en annað skín allsstaðar í gegn um það sem frá AGS kemur.


mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband