Bankadóminó

Með yfirtöku FME á Straumi-Burðarási er síðasti kubburinn í íslenska bankadóminóinu fallinn.  Þá eru allir stæstu bankarnir komnir í vörslu FME, sem ætti að verða til þess að auðvelda uppröðun kubbanna á ný og fá heildarmynd á hvernig spilið var uppbyggt.

Að ná utanum allan þennan flókna spillingarvef íslenska bankakerfisins virðist vera ofvaxið íslenskum rannsóknarstofnunum og því hlýtur að verða leitað til allra þeirra erlendu aðila sem reynslu hafa af að rekja upp slíka vefi.

Þar að auki þarf almenningur að fá að fylgjast með þessum rannsóknum.  Ekki er ásættanlegt að hann fái eingöngu að fylgjast með því sem Morgunblaðinu tekst að grafa upp.

 


mbl.is Fall Straums gæti haft miklar afleiðingar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband