Icesavebréf í ágúst

Percy Westerlund, sendiherra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að með bréfum frá ágúst og október 2008 hafi íslenska ríkisstjórnin heitið að styðja við bakið á tryggingarsjóði bankainnistæða, ef hann væri ekki megnugur að greiða út lágmarkstryggingu Icesave innlána hjá Landsbankanum í Bretlandi. 

Ekki hefur áður komið fram að ráðuneytin íslensku og bresku hafi verið farin að skrifast á um málið í ágústmánuði, þ.e. tveim mánuðum fyrir bankahrunið.  Sé þetta rétt er enn óskiljanlegra hvernig Darling og Brown datt í hug að beita hryðjuverkalögum gegn íslendingum og ýtir undir þær skoðanir að það hafi verið gert í áróðursskyni til heimabrúks.

Bretum var greinilega fullljóst að staðið yrði við skuldbindingar gagnvart innistæðueigendum í Bretlandi og því er beiting hryðjuverkalaganna gegn "vinaþjóð" ennþá alvarlegri fyrir bragðið.

Tímabært er orðið að birta opinberlega öll bréfaskipti og önnur samskipti milli íslenskra og breskra ráðamanna fyrir og eftir bankahrunið.

 


mbl.is Aldrei vafi um skyldu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband