Verkefnalaust þing

Alveg er óskiljanlegt að þingfundur í dag skuli vera boðaður með nánast sömu dagskrá og í gær, en þá var ekkert mál tekið fyrir vegna tafa á seðlabankafrumvarpsbastarðinum.  Ef ekki tekst að snúa upp á hendina á Höskuldi framsóknarmanni, þannig að hann snúist heilhring í afstöðu sinni, verður eitthvað lítið til að ræða um á þinginu í dag.  Getur það verið að ríkisstjórnin eða þingið hafi engin mál til að fjalla um á þessum síðustu og verstu tímum?  Hvar eru öll bjargráðafrumvörpin?  Þetta er til háborinnar skammar fyrir þing og ríkisstjórn.

Þetta kallar maður að taka málin "almennilegum vettlingatökum".


mbl.is Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband