Verkstjóraraunir

Nú þykir mér týra tíkarskarið.  Hafa stjórnmálaflokkarnir og hver álitsgjafinn af öðrum hamrað á því undanfarið að efla þyrfti Alþingi og minnka ráðherraræðið í stjórnskipuninni?  Nú þegar undirnefnd Alþingis óskar eftir meiri tíma og upplýsingum til skoðunar á seðlabankafrumvarpsbastarðinum, þá tryllist ríkisverkstjórinn og heimtar skýringar á því sem henni fynnst vera óforsvaranleg framkoma þingsins.

Hitt er einnig óskiljanlegt hvernig þetta seðlabankamál getur tafið ríkisstjórnina í öllum öðrum málum sem hún segist vilja koma í gegnum þingið.  Er ekki hægt að hugsa um nema eitt mál í einu?  Telur ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar kannski að lýðræðisleg vinnubrögð á Alþingi flækist fyrir?

Það er ekki nóg að tala fagurlega um lýðræðið, það þarf að virða það líka.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek heilshugar undir þetta.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.2.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband