Seðlabankafrumvarpið

Meirihluti viðskiptanefndar hefur nú afgreitt seðlabankafrumvarpið með svo miklum breytingum frá upphaflegu frumvarpi, að í raun er nánast um nýtt frumvarp að ræða.

Þetta sýnir hversu hroðvirknislega Jóhanna "verkstjóri" vann að málinu, enda lá henni svo mikið á að ná sér niðri á Davíð Oddssyni, að enginn tími eða vinna var lögð í málið.  Ekki fékkst heldur uppgefið á sínum tíma hverjir hefðu sett frumvarpið á blað, eða hvort nokkur sérfræðingur hefði verið spurður álits.

Ekki er þetta eina dæmið um vanhugsaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, heldur er hroðvirknin einkennandi um öll hennar verk.  Næsta frumvarp sem þarf að endurskoða frá grunni er fyrirhuguð lagasetning um úttektir úr séreignalífeyrissjóðum, en þar er ekki gætt jafnræðis með lífeyrisþegum og það stenst væntanlega ekki stjórnarskrá.

"Aðgerðastjórnin" fer ekki gæfulega af stað og svo er hætta á að líf hennar verði framlengt í aprílkosningunum.


mbl.is Hafi próf í hagfræði eða tengdum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband