Samdráttarskeið

Sífellt skýrari mynd af afleiðingum bankahrunsins er að koma í ljós og samkvæmt hagspá ASÍ mun ekki taka að glaðna til fyrr en á árinu 2011.  Í spánni er áætlað að atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði verði um 10% a.m.k. næstu tvö til þrjú ár.

Athyglisvert er að ekkert er minnst á atvinnuleysi opinberra starfsmanna, en þar er um mikið dulbúið atvinnuleysi að ræða, því ekki seinna en við fjárlagagerð næsta árs verður að taka ákvarðanir um gífurlegan niðurskurð opinberra útgjalda og í raun uppstokkun á öllu kerfinu.  Tekjutap ríkisins verður svo mikið að óhugsandi er að standa undir óbreyttum opinberum rekstri.

Halli á fjárlögum ársins 2009 er áætlaður um 160 milljarðar króna og var þá búið að skera niður um 40 milljarða frá upphaflegum drögum að fjárlögum.  Samkvæmt samningi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn verður ríkissjóður að vera hallalaus eigi síðar en á árinu 2013, þannig að sá niðurskurður sem kynntur var í upphafi þessa árs er barnaleikur miðað við það sem koma þarf.

Þetta ætla stjórnmálamennirnir að koma sér hjá að ræða, þar til eftir kosningar.

 


mbl.is Mesta samdráttarskeið síðari ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband