Klúður Jóhönnu

Ótrúlegt er að fylgjast með þeim þingmanni sem lengsta hefur þingreynsluna og lengstan starfsaldur í ríkisstjórnum klúðra hverju málinu á fætur öðru á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar.

Hér er auðvitað átt við Jóhönnu, verkstjóra, sem hleypur á sig með bréfum til seðlabankastjóranna og hrekur síðan formenn bankaráða Glitnis og NBI úr störfum sínum með gaspri á Alþingi, þvert á vilja Steingríms fjármálaráðherra.

Verkstjórinn þyrfti kannski að fara á verkstjóranámskeið.


mbl.is Mikilvægast að gengið styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Mér þykir þú nú ekki alveg hafa fylgst nógu vel með undanfarið. Hafðu staðreyndirnar amk réttar.

Stefán Örn Viðarsson, 11.2.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hún vissi mætavel eða hefði átt að vita með hennar reynslu í stjórnmálum að eina vitræna leiðin var að gera eins og Geir lagði til.

Þessar bréfasendingar eru engum til framdráttar.

Carl Jóhann Granz, 11.2.2009 kl. 16:41

3 identicon

Það væri gaman ef Stefán Örn myndi útskýra mál sitt betur.  Við hvað er átt?

blahh (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bessastaðastjórnin er komin að fótum fram.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband