Hvað tefur stjórnarmyndunina?

Þessi töf á myndun nýrrar stjórnar er að verða álíka mikill farsi og Smáflokkafylkingin setti upp við stjórnarslitin við Sjálfstæðisflokkinn.

Hvað tefur eiginlega?  Voru drögin að stjórnarsáttmála svo arfavitlaus að engin leið var fyrir Framsókn að samþykkja?  Þetta hlýtur því að hafa verið ódýr (réttara sagt rándýr) kosningavíxill.

Átti kannski að gera "allt fyrir alla" fram að kosningum og láta víxilinn síðan falla eftir kosningar?

Við bíðum svara.


mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem tefur stjórnarmyndunina virðist helst vera hinn fyrirlitnasti allra flokka.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eva, enginn stjórnmálaflokkur virðist ætla að ganga í gegnum viðlíka breytingar og Framsókn núna. Þú ert full af forsómum gagnvart flokknum. Taktu frekar málefnalega afstöðu til þess sem fólkið í flokknum stendur fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband