Geldingadalir - Fráfæra

Eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi gæti hugsanlega staðið árum eða áratugum saman, samkvæmt sumum jarðvísindamönnum, þó aðrir séu á þeirri skoðun að því gæti lokið fljótlega.

Hvort sem gosið stendur lengur eða skemur verða miklar landfræðilegar breytingar á svæðinu og stærð gígsins mun fara eftir því hve lengi gosið mun standa, allt frá því að vera tiltölulega lítill gígur upp í það að verða að stapa, felli eða fjalli.  

Samkvæmt íslenskum hefðum þarf að finna nýtt nafn á fyrirbærið og ekki mun skorta hugmyndaflugið við þær nafnatillögur.  Geldingadalirnir sjálfir hafa fengið nafn sitt að því að þeir hafa verið notaðir sem beitarlönd fyrir fráfærð lömb, ársgamlar gimbrar og hrúta og annað fé, sem ekki var hæft til mjólkurnytja.

Í nágrenninu eru nokkur örnefni kennd við hrúta og því ætti að vera vel við hæfi að halda nafngift á væntanlegu fjalli við búsmalann og finna gott nafn sem vísaði til fyrri nota af dölunum.

Samkvæmt því mætti hugsa sér að vísað yrði til gimbranna og fjallið hreinlega nefnt Gimbur eða afleiður af því, svo sem Gimra- strýta, - fell, -fjall.  Eins mætti hugsa sér að nefna það einfaldlega Fráfæru, eða Fráfæru- fell, -fjall eða annað sem dregið væri af þessu.

Gaman verður að fylgjast með uppástungum um nafn á þessu nýjasta "fjalli" landsins og sjá hvaða uppástunga verður svo fyrir valinu að lokum.


mbl.is Búist við margmenni við gosstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veirufell?

Auður (IP-tala skráð) 30.3.2021 kl. 17:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sponsið gæti heitið Geldingur og hraunið Geldingahraun, enda "lítið og ræfilslegt". cool

Þorsteinn Briem, 30.3.2021 kl. 18:36

3 identicon

Þetta er gos sem er óvíst hvað varir lengi .Gæti lifað okkur öll!! 

Reykjadrómi (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband