"Krafa kjósenda"

Að kosningum loknum keppast spekingar við að túlka niðurstöðurnar og margir segja að niðurstaðan sýni að "krafa kjósenda" sé meiri stöðugleiki í stjórnmálunum og að flokkarnir fari að vinna betur saman í sátt og samlyndi.

Þetta verða að teljast einkennilegar túlkanir í ljósi þess að flokkum sem fá menn kjörna á Alþingi fjölgar sífellt og atkvæðin dreifast þar með á fleiri og fleiri flokka, en eins og kunnugt er náðu átta flokkar mönnum á þing núna og hafa flokkarnir aldrei verið fleiri.

Nær væri að draga þá ályktun af þessum úrslitum að aldrei hafi úlfúðin verið meiri meðal þjóðarinnar og að sífellt verði erfiðara að sætta sjónarmiðin og koma á starfhæfri ríkissjórn.  Ekki var reynslan góð af naumum meirihluta síðustu ríkisstjórnar, enda sprakk hún vegna úthalds- og ábyrgðarleysis Bjartrar framtíðar sem hljópst undan merkjum vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum.

Ekki verður hægt að reikna með að auðveldara verði núna að mynda starfhæfa ríkisstjórn með auknum fjölda smáflokka og dreifðara atkvæðamagni en nokkurn tíma áður.  Tæplega verður fjögurra eða fimm flokka stjórn samstæð eða líkleg til mikilla afreka við landsstjórnina.

Það er margt ólíklegra en að boðað verði til nýrra kosninga innan fjögurra ára.


mbl.is Verður erfitt að mynda ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hugsa oft um hvað Ísland hefði getað siglt seglum þöndum gegn kreppunni,ef menn hefðu lagst sem einn á árarnar.En þá þarf þetta djös,sundurlyndi og öfundin (var aldrei í Alþ.flokknum),sem hefur íþyngt Samfó um áraraðir,því enn og alltaf heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínu. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2017 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband