Ósvífin skattahækkanaáform fjármálaráðherra

Með fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018 eru boðaðar svívirðilegar skattahækkanir á mörgum sviðum, t.d. hækkun skatta á áfegni og tóbak og ótrúlega bíræfnar hækkanir á bifreiðasköttum, sem þó er alls ekki ætlað að renna til vegaframkvæmda.

Óli Björn Kárason og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um að meirihluti sé á þinginu fyrir þessum skattahækkunum og verður að treysta því að þeir berjist með oddi og egg gegn þessum ófyrirleitnu áformum fjármálaráðherrans.

Stjórnarandstöðunni finnst aldrei nóg að gert varðandi skattahækkanir og því er alls ekki ótrúlegt að hún sameinist um að styðja fjármálaráðherrann í þessu efni og þannig kæmi ráðherrann álögunum í gegn um þingið í óþökk meirihluta þjóðarinnar og vonandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Kæmi þessi staða upp í þinginu væri ríkisstjórnin auðvitað fallin og í framhaldinu yrði þá vonandi boðaða til nýrra kosninga, þó hugsanlegur möguleiki yrði á nýrri vinstri stjórn undir forsæti VG með þátttöku allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins.  

Stjórnarslit, frekar en skattahækkanir, er sá möguleiki sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að velja til að standa undir stefnu flokksins og væntingum kjósenda flokksins.  Þar er ekki hægt að semja um neina afslætti, aðra en afslætti á núverandi skattlagningu, þ.e. með lækkun skatta í stað hækkunar.

Framundan eru kjarasamningar og með tekjuskattsinnheimtu sinni mun ríkissjóður gleypa hátt í fjörutíu prósent þeirra launahækkana sem um semjast til handa launþegum.  Sá tekjuauki ríkisins hlýtur og verður að duga óseðjandi fíkn stjórmálamanna í aukna hlutdeild í ráðstöfunartekjur almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið þessar hótanir um skattahækkanir yfir sig ganga án harkalegrar mótspyrnu.


mbl.is Eru efins um þingmeirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er í eðli ríkisins að þenjast út.  Ekkert stendur í vegi fyrir því.  Fólk vill líka endalaust að ríkið taki eitthvað nýtt að sér.  "Ríkið á að hafa aðkomu að X" segir fólk.  Og verður svo reitt þegar þarf að borga.

Fólk...

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2017 kl. 17:17

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það kostar að reka  batteríið svo hafa laun opinbera starfsmanna hækkað töluvert . Kannski ekki nóg sé tekið mið af talsmönnum þeirra.Þeim hefur fjölgað. það þarf víst pening í reksturinn. Ef ætti að fara í niðurskurð á ríkisumsvifum myndu margir emjaog æpa. þannig að niðurstaðan er hærri skattar.Eitt sem er sérstakt á Íslandi eru himinháir húsæðislánavextir fyrir utan dýra húsaleigu. Þess vegna eru svona venjulegir launakallar  ekki eins vel í stakk búnir að greiða skatt. í löndum Evrópu eru töluverðir skattar en svona glæpaokur á húsnæðislánum fyrirfinnst varla.Ef fólk borgaði lægri vexti væri fólk aflögufærara í að borga skatta.Niðurstaða við eigum að borga skatt eins og í þróaðri löndum en borgum mafíuvexti.frown

Hörður Halldórsson, 14.9.2017 kl. 19:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Í hvaða tilfelli er efnt til kosninga? Er það bara ef vantrauststilaga á ríkisstjórnina er samþykkt? 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2017 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband