Læra þarf af reynslunni vegna straums hælisleitenda

Fyrir tæpum tveim árum greip Alþingi fram fyrir hendur þeirra stjórnsýslustofnana sem með framkvæmd málenfna hælisleitenda fara og samþykkti að veita tveim albönskum fjölskyldum ríkisborgararétt, sem áður hafði verið synjað um landvist.  

Núna hafa einstakir þingmenn lýst því yfir að þeir ætli að leggja fram frumvarp til laga um að veita tveim fjölskyldum ríkisborgararétt vegna þess að þær falla ekki innan ramma laga og reglna um skilyrði til landvistar.

Fljótfærni Alþingis, sem auðvitað byggðist á vorkunn með bágum aðstæðum viðkomandi fjölskyldna, hafði það í för með sér að straumur "hælisleitenda" frá Albaníu, Rúmeníu, Makedóníu og jafnvel fleiri löndum margfaldaðist, enda flaug fiskisagan fljótt um þessi lönd af þessum ótrúlegu viðbrögðum löggjafaþingsins sem auðvitað hafa hvergi verið leikin eftir í veröldinni svo vitað sé.

Allir geta verið sammála um að þeir einstaklingar, sem mikið hefur verið fjallað um upp á síðkastið, séu alls góðs maklegir, en ótrúlegt er að hlusta á og lesa um að Þýskaland sé svo mannfjaldsamlegt land að þangað sé ekki óhætt að senda nokkurn mann, jafnvel þó hann hafi áður verið búinn að sækja þar um landvist.

Afar áríðandi er að um þessi mál séu skýr lög og reglugerðir um framkvæmd þeirra, samræmi sé í afgreiðslu stjórnsýslunnar og ekki sé sköpuð hætta á fordæmum sem jafnvel margfaldi fjölda hælisleitenda til landsins, sem þó er ærinn nú þegar og að verða óviðráðanlegur.


mbl.is Verður að ganga jafnt yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Axel, eins og þín var von og vísa. 

Jón Valur Jensson, 13.9.2017 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband