Stefnir í stórsigur Sjálfstæðisflokksins

Miðað við þær tölur sem hafa birst núna (kl. 0:30) úr talningu atkvæða í kosningunum stefnir allt í stórsigur Sjálfstæðisflokksins.  Að sama skapi hljóta atkvæðatölur Pírata að teljast stórkostlegt áfall fyrir þá miðað við að "flokkurinn" var að mælast allt upp undir 40% í skoðanakönnunum fyrir tiltölulega fáum vikum síðan.

Í framboði voru allt að tólf stjórmálaflokkar og allir stefndu þeir að því að ná fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, sem miðað við þær tölur sem komnar eru hefur algerlega mistekist.  Hins vegar tókst að helminga fylgi Framsóknarflokksins og Samfylkingin býður algert afhroð.

Bjarni Benediktsson er ótvírætt sá stjórnmálamaður sem höfuð og herðar ber yfir aðra stjórnmálamenn landsins og næst honum hefur Katrín Jakobsdóttir mesta persónufylgið og nýtur flokkur hennar þess, enda á stefna hans engan sérstakan hljómgrunn meðal þjóðarinnar.

Viðreisn, sem er algerlega nýr flokkur sem stofnaður var sérstaklega til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, sem reyndar mislukkaðist algerlega, hefur nú í höndum sér hvort Birgitta Jónsdóttir og hennar lið verður leitt til ráðherrastóla í fimm flokka ríkisstjórn sem yrði ekkert annað en stórslys í íslenskri stjórnmálasögu.

Vonandi verður gæfa þjóðarinnar höfð í fyrirrúmi og stjórn mynduð fljótlega undir styrkri stjórn Bjarna Benediktssonar.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband