22.6.2016 | 19:40
Snillingurinn Lars reyndist sannspár um frestun starfsloka sinna
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri með íslenska landsliðið í knattspyrnu og auðvitað eiga liðsmennirnir sjálfir stóran þátt í þeim ótrúlegu úrslitum sem náðst hafa í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu.
Lars mun láta af störfum sem þjálfari eftir EM en reyndist sannspár um að leikurinn gegn Austurríki yrði ekki lokaleikur hans með liðinu, svo sannfærður var hann um að strákarnir næðu að komast í sextán liða úrslit keppninnar, en að það skuli hafa gerst er í raun lyginni líkast.
Í fréttinni er m.a. haft eftir þjálfaranum um liðið: "Minnumst þess að þetta er þeirra fyrsta stórmót og andlegi styrkurinn í liðinu er algjörlega magnaður."
Auðvitað eiga leikmennirnir sjálfir stærsta þáttinn í stórkostlegum árangri liðsins, en hlutur þjálfaranna er líka stór enda vinnast sigrarnir ekki nema með góðri leiðsögn og forystu þjálfarateymisins.
Árangum liðsins og þjálfaranna vakti mikla athygli í knattspyrnuheiminum strax og tekist hafði að tryggja þátttökuréttinn á HM og Lars og Heimir taldir með bestu þjálfurum ársins 2015, eins og sjá má hérna: http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2015/12/31/lars_og_heimir_a_medal_theirra_bestu/
Næsti leikur liðsins verður á mánudaginn gegn Englandi og án efa munu strákarnir berjast eins og ljón í þeim leik, þó varla sé raunhæft að reikna með sigri þeirra. Úrslitin á mótinu til þessa eru svo stórkostleg að hvernig sem fer í næsta leik verður frammistaða liðsins og þjálfaranna í minnum höfð meðan fótbolti verður spilaður í landinu.
Lars: Ekki lokaleikur minn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar síðustu sekúndur í leiknum í dag hafa stórskaðað raddböndin. Svo gaman að þessu að fáu verður viðjafnað. Hvernig svo sem áframhaldið spilast, hefur landsliðið og þjálfarar þess tendrað nánast ólýsanlegan loga, meðal þjóðarinnar. Húrra fyrir þeim öllum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.6.2016 kl. 20:15
Thad er otrulegt hvad haegt er ad gera ef menn leita til topp fagmanna eins og Lars, vonandi
finnum vid fleiri slika fyrir fjarmalageirann, politikina, menntakerfid ofl.
bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.