16.6.2016 | 20:07
Veglegar vöggugjafir
Það hefði mátt halda að ekki væri hægt að koma Íslendingum á óvart lengur með frásögnum af þeim bröskurum og banksterum sem ollu því að alþjóðlega bankakreppan varð mun meiri og hafði verri áhrif á almenn lífskjör hér á landi en víðast hvar annarsstaðar.
Braskaragengin, sem í mörgum tilfellum voru líka bankaeigendur, hreinsuðu allt eigið fé út úr þeim fyrirtækjum sem þeim tókst að komast yfir, greiddu sjálfum sér það út sem arð og fluttu síðan peningana úr landi og virðast hafa skráð þá sem eign skúffufélaga á svokölluðum aflandseyjum og reynt síðan að fela þá á leynilegum bankareikningum vítt og breitt um heiminn.
Sagan um að börn Sigurðar Bollasonar skuli hafa byrjað að lána félögum föður síns hundruð milljóna króna um leið og þau skutust úr móðurkviði og verið honum og braskfélögum hans fjárhagslegir bakhjarlar öll sín leik- og barnaskólaár slær þó út flest það sem áður hefur komið fram um framferði aurapanna árin fyrir og eftir hrunið.
Menn sem leika svona fáránlegar fléttur við svokallaðar "fjárfestingar" sínar geta varla verið með allt sitt á hreinu og að öll þeirra "viðskipti" þoli dagsins ljós.
Eins vaknar spurning um hver hafi gefið blessuðum börnunum svona ótrúlega ríflegar vöggugjafir.
Dagsgamalt barn lánaði aflandsfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ætli sæðisfrumur þessara kóna, séu skráðar fyrir mörgum aflandsfélögum? Hreinn og klár viðbjóður að lesa um þetta.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 16.6.2016 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.