Ósvífni græðgismógúlanna verður sífellt ógeðslegri

Á árunum fyrir hrun virtust banka- og útrásarvíngar njóta mykillar hylli meðal þjóðarinnar og engu líkara en að útþurrkun eigin fjár hinna ýmsu stórfyrirtækja sem þá átti sér stað þætti ekki tiltökumál.

Þetta kom fram í því að ýmsir hópar viðskiptagarka, t.d. bankastjórnenda og Bónussklíkunnar svo örfá dæmi séu nefnd, skiptu upp fyrirtækjum, skuldsettu þau upp í rjáfur og greiddu svo sjálfum sér uppsafnað eigið fé út sem arð og bónusa.  Kannski var þessi meðvirkni almennings vegna þess að fólk skildi hreinlega ekki þær upphæðir sem skiptu um hendur í þessum gjörningum, því þær voru svo stjarnfræðilegar að almenningur hafði hreinlega ekki heyrt slíkar tölur nefndar í sambandi við peninga áður.

Bankarnir og fyrirtækin ofurskuldsettu fóru síðan unnvörpum á hausinn í bankakreppunni og afleiðingum hennar, en ofurlaunin, risabónusarnir og tröllvöxnu arðgreiðslurnar liggja einhversstaðar á leynireikningum í hinum ýmsu skattaskjólum veraldarinnar.

Núna er aftur farið að bera á svipaðri græðgi í atvinnulífinu og átti sér stað fyrir bankahrun og enn eru stjórnendur farnir að borga sjálfum sér ótrúleg ofurlaun, feitu bónusarnir aftur farnir að líta dagsins ljós og arðgreiðslurnar sjaldan eða aldrei verið ríflegri en einmitt núna.

Munurinn er þó sá að í þjóðfélaginu er ekki lengur nokkur einasta þolinmæði gagnvart þessari græðgi tiltölulega lítils hóps manna sem greinilega er gripinn svo brjálæðislegri gróðafíkn í eigin þágu að nánast ótrúlegt er.

Þessir tiltölulega fáu ofurgræðgisbarónar ættu að reyna að sjá og skilja andrúmsloftið í kringum sig áður en það verður of seint fyrir þá.


mbl.is Vilja skoðun á tryggingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeim er slett sama um álit almennigs á 'Islandi. Þessir menn stefna ekki á að versla í Kronunni eða fara á bílaþvottastöð á Íslandi.

 Þeir hirða tekjur vinnandi fólks til að kaupa villur í hverfum auðmanna erlendis- skemmtisnekkjur og luxusbíla- skíðaskála og loðfeldi.

 Þeim er sama þótt fólkið svelti sem þeir ræna.

 ÞETTA ERU AUÐMENN ÍSLANDS.

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.3.2016 kl. 21:35

2 identicon

Andrúmsloftið er þannig að krafan er að fyrirtæki séu rekin án þess að eigendur fái nokkuð. Bankar eiga að vera góðgerðarstofnanir. Verslanir eiga að taka á sig allar kostnaðarhækkanir en lækka vöruverð við hverja lækkun kostnaðar. Og allir sem standa sig betur en næsti maður eru ræningjar. 

Verkalýðsfélög og önnur hagsmunasamtök almennings taka svo þátt í þessu með rangfærslum og liðskrumi. Í þannig andrúmslofti er ekkert í boði sem kalla mætti sanngirni og því engin ástæða til að hlusta á almenning. Almenningi verður ekki gert til hæfis og því tilgangslaust að reyna. Og það sem margir eru að vakna við: til hvers að vera heiðarlegur ef almenningur kallar þig samt þjóf?

Vagn (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 01:22

3 identicon

ég vildi kannski benda á tryggingafélögin, það hlýtur að vera siðferðilega

rétt að sjóvá haldi að sér höndum því fyrirtækið er á lífi vegna framlaga

úr ríkissjóði þegar við blasti gjaldþrot skömmu eftir fjármálahrun. Yfirleitt

er arður svo hluti af hagnaði en það vekur spurningar ef hann er orðinn hærri

en hagnaður. Er ekki hægt að læra ekki nema smálexíu af hruninu?

Brjánn (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 09:56

4 identicon

Á núverandi eigendum Sjóvá hvílir engin siðferðileg skylda til að taka tillit til þess hvað fyrri eigandi gerði til að forðast gjaldþrot. Þetta er einn angi af andrúmsloftinu, fyrirtæki sem ríkið bjargaði og seldi svo öðrum eiga að vera þakklát og undirgefin.

Vagn (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 11:17

5 identicon

Mér við hugur einatt hrýs,

hrægömmum í augsjá

ekkert skipta mun við VÍS,

né varúlfa í Sjóvá! yell

NoNo (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband