7.1.2016 | 13:12
Hafa "hákarlarnir" sloppið vegna glæpa innan lögreglunnar?
Þegar tilraunir til innflutnings fíkniefna komast upp eru það venjulega einungis burðardýrin sem lenda í klóm lögreglunnar, en skipuleggjendur innflutningsins og þeir sem leggja til fjármagnið finnast yfirleitt aldrei. Ekki virðast burðardýrin vita um hverja er að ræða eða þora ekki að segja frá því af ótta við hefndir gegn sjálfum sér eða fjölskyldum sínum.
Furðulegt þótti í stóru smyglmáli nýlega þegar hollensk kona, sem var burðardýr í því tilfelli, sýndi óvenju mikinn samstarfsvilja við lögregluyfirvöld. Hún tók meira að segja þátt í því að koma á stefnumóti við Íslending sem tók við sendingunni og átti að skila henni til einhvers "hákarls" sem stóð fyrir smyglinu. Af óskiljanlegum ástæðum hætti fíkniefnalögreglan við að elta þann millilið þrátt fyrir að senditækjum hefði verið komið fyrir í töskunum með gerfiefninu sem þar hafði verið sett í stað dópsins sem sendillinn kom til að sækja.
Nú virðist vera komin fram skýring á því hvers vegna "hákarlarnir" sleppa nánast alltaf í stærstu dópsmygltiraununum og minnir þetta allt saman á amerískar glæpamyndir, þar sem löggan er á góðum launum hjá glæpagengjunum. Íslenskir dópglæponar virðast sem sagt hafa haft a.m.k. eina löggu úr innsta hring Fíknó á launaskrá við að upplýsa skúrkana um allar aðgerðir löggunnar og vara þá við nógu tímanlega til að þeir gætu falið slóð sína til að komast hjá handtöku og refsingum.
Séu það rétt að uppljóstrari innan fíkniefnalögreglunnar hafi komist upp með þá iðju í mörg ár, eins og fréttir herma, er það gríðarlegt kjaftshögg fyrir löggæsluna í landinu og hlýtur að kalla á algera endurskipulagningu hennar til að koma í veg fyrir álíka skandal í framtíðinni.
Brugðist við sögusögnum um leka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Beinir athyglinni að því sem farmenn hafa lengið haldið fram, að tollverðir hafi umtalsverðar tekjur af öðru heldur en laununum sínum frá ríkinu. Kannski það sé nú ekki bara illkvittni?
Breki (IP-tala skráð) 7.1.2016 kl. 20:41
Ekki alveg rétt hjá þér. það sem gerðist var þetta. Efnin fundust og þeir komu fyrir öðru í staðin fyrir efnin. Sömdu við konuna um aðstoð. Svo gerist það að það er ákveðið að stoppa þann sem tók við gerfiefnunum um leið og hann fer af stað. það sem stóð til að gera var að elta þann mann og ná þeim sem stóðu að þessu en ekki að taka eh senditíkur. En þessu var viljandi fokkað upp svo þeir sem stóðu að þessu gætu sloppið. Skellurinn lendir svo á peðunum. þökk sé yfirmanni í fíknó!
ólafur (IP-tala skráð) 7.1.2016 kl. 20:56
spáið i upphæðirnar sem um er að ræða það getur aldrei verið einhver smá tittur úti i bæ sem er a bakvið svona innflutninga .það væri ekki nóg að hafa einhver sambönd aðal malið er að geta flutt fjarmagn milli landa,hverjir eru i aðstöðu til þess aðrir en bankamenn
https://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 03:46
Þetta er algjörlega ófyrirgefanlegt og slugsuháttur af lögreglunni og yfirmönnum löggæslumála hér á landi. Nú hefur þetta sprungið framan í þá svo allir sjá hvar brotalömin liggur. Það hlaut að lá að. Því það er ekki eðlilegt hvað topparnir sleppa alltaf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2016 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.