Er Landspítalinn stórhættulegur lífi fólks?

Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um "læknamistök" í gegn um tíðina og fellur þar undir allt sem aflaga getur farið í heilbrigðiskerfinu.

Svo langt hefur verið gengið að gefa í skyn að tugir, eða hundruð manna láti lífið árlega á Íslandi vegna "læknamistaka", eins og sjá má t.d. hérna  http://www.visir.is/hin-hlidin-a-vidreisn-lsh/article/2013712179934

Alls staðar eru gerð mistök af einhverju tagi og vafalaust eru gerð ýmis mistök á Landspítalanum, eins og annarsstaðar en ef nú á að taka upp sem reglu að ákæra fyrir þau og krefjast dóma yfir starfsmönnum spítalans verður stutt í að enginn fáist þar til starfa, enda flestir komnir bak við lás og slá, verði niðurstaða þessa máls sú að starfsmaðurinn fái á sig dóm fyrir manndráp af gáleysi.

Að taka upp á því að ákæra starfsfólk heilbrigðiskerfisins vegna "mistaka" er stórkostlega vanráðið og ætti alls ekki að eiga sér stað.  Auðvitað á annað við ef grunur leikur á að um stórkostlegt hirðuleysi sé að ræða eða hreinlega ásetning um að gera sjúklingi miska eða jafnvel að ráða honum bana. 


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Sú dapurlega staða- vegna okkar bankaræningja og klíkufólks- er komin upp að Landspítali- verður að kaupa lyf á útsölu- af fyrirtækjum sem framleiða ódyrustu fáanlegu lyf á markaði- ódyrustu íhluti- .s.b. vegna liðaskifta. ofl. Þessir hlutir valda gjarnan sykingum- sem getur valdið örkumlun eða löngum vistum á spítala.

 ER ÞETTA SPARNAÐUR ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.5.2014 kl. 18:35

2 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband