Dómstóllinn loksins fundinn

<p>Þegar deilurnar hófust um tilraun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. til að selja íslenska þjóð í áratuga fjárhagslega ánauð Breta og Hollendinga var því haldið fram af ýmsum aðilum að ekki væri hægt að leysa úr ágreiningi um málið fyrir dómstólum, því enginn dómstóll væri til sem gæti tekið málið til meðferðar.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Íslendingar hrundu efnahagsinnrás Breta, Hollendinga með stuðningi innlendra bandamanna þeirra og Eftadómstóllinn tók málið til skoðunar og felldi að lokum þann dóm að engin ríkisábyrgð hefði verið á innistæðutryggingasjóðum, þrátt fyrir að það væri einmitt krafa hinna erlendu kúgara.

Á sínum tíma var bent á (m.a. á þessari bloggsíðu eins og sjá má hérna: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/901843/ ) að sá dómstóll sem bæri að stefna íslenskum aðilum fyrir, væri Héraðsdómur Reykjavíkur.

Því voru ekki allir sammála á sínum tíma, en nú hafa hinir erlendu kúgarar séð ljósið.&nbsp;</p>


mbl.is Krafan er góð áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband