Þungur en sanngjarn dómur í Al Thani-málinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur loksins kveðið upp dóm í fjár- og umboðssvikamálinu, sem kennt er við Al Thani sheik frá Qatar, en það snerist um að blekkja fjármálamarkaðinn, stjórnvöld og almenning um stöðu Kaupþings þegar bankarnir voru í dauðateygjunum á haustdögum árið 2008.

Blekkingarleikurinn heppnaðist vel um skamman tíma, sem varð til þess að fjöldi fólks flutti sparifé sitt yfir í hlutafé í Kaupþingi, enda treysti fólk því að fjárfestir af þessari stærðargráðu færi ekki  að festa fé sitt í íslenskum banka, nema að vel athuguðu máli og í von um góðan arð af fjárfestingunni.

Allt var þetta mál ein stór svikamylla, sem orðin er að þriggja til fimm og hálfs árs fangelsindóms til handa skipuleggjendum og gerendum og reyndar eru enn fleiri mál fyrir dómstólum vegna gerða þessara sömu aðila og einnig gegn eigendum og stjórnendum annarra banka, sem grunaðir eru um svipaða glæpi í aðdraganda hrunsins.

Líklega finnur almenningur fyrir létti við þessa dómsuppkvaðningu þar sem margir töldu að dómar í þessa veru yrðu aldrei að veruleika vegna þess hers lögfræðinga sem gerendurnir höfðu á sínum snærum til að tefja og flækja málin fyrir dómstólnum.

Vonandi verða dómarnir staðfestir í  Hæstarétti þannig að þjóðin geti litið bjartari augum fram á veginn og öðlast nýja trú á framtíðina. 


mbl.is Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,

Já þetta helst af öllum fréttum héðan af skeri getur breytt ásýnd og traust á þjóðfélagið.  Vonandi sjáum við aldrei aftur slíka níðslu og nauðgun með peningaprenntunarleyfi íslensks bankakerfis.  Vonandi sjáum við aldrei aftur slíka græðgi og slíkt blygðunarleysi nær umsjá og ábyrgð yfir ígildi íslenskrar framleiðslu og blóði hins vinnandi manns.  Vonandi sjáum við aldrei aftur slíkt taumlaust vald án eftirlits og gagnsægis.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 19:28

2 Smámynd: Elle_

Sammála ykkur, Axel Jóhann og Jónsi.  Það ættu líka að vera skaðabætur fyrir grunlaust fólk sem tapaði peningum/sparifé vegna þessara níðinga.  Vonandi fá þeir langan dóm.

Elle_, 13.12.2013 kl. 00:28

3 identicon

Stungu þessir jólasveinar ekki hundruðum milljóna undan?

Fær 5 og hálft ár, situr inni 3.. Ágætis tímakaup það.

David (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 08:41

4 identicon

Hér er einn hrl. sem er ósammála síðustu ræðumönnum.

 http://www.pressan.is/pressupennar/LesaSigurdurG/sa-eini-sem-tapadi-var-sjeikinn

Almenningur (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 17:37

5 identicon

Herra "Almenningur",

Almennt fólk í landinu er reyndar löngu farið að skilja hvernig peningar verða að mestu til í bankakerfinu til lánveitingar. 

Þessi pressupenni og lögmaður mætti reyna að átta sig á því sem allir núna vita, Kaupþing veitti lán sem samsvarar tugþúsundum í árslaunum meðal-Íslendingsins!  Hvernig framkvæmir bankinn það, jú með bindiskildu / peningaprenntunarvaldi sem þjóðin hefur treyst bankanum fyrir.  Þessi peningur fór svo í sýndarhringekju þessara manna sem áttu að hafa menntun og stöðu til að skilja ábyrgðina sem þeim var falið.  Ég skal lofa þér því að enginn raunverulegur peningur né verðmæti varð til með þessu atferli, það er tómt skilningsleysi á efnahagskerfinu og samtrygginguni sem krónan er okkur Íslendingum.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband