Ótrúleg birtingarmistök mbl.is

Viðhangandi viðtal við dóphaus, sem dásamar E-pilluna undir nýju og sakleysislegu nafni, þ.e. Mollý, hljóta að teljast einhver dapurlegustu og vanhugsuðustu birtingarmistök á vefmiðli í langan tíma.  

Viðtalið er einungis hluti  umfjöllunar sem birtist í Monitor, sem borinn er út með Mogganum, en þar er fjallað um alvarlegar hliðar á neyslu efnisins og þar á meðal dauðsföll sem rekja má beint til neyslunnar.

Viðtalið, sem birtist á mbl.is, er því algerlega út úr kortinu, en í því  er neysla dópsins dásömuð og látið eins og það sé algerlega hættulaust og nánast hreinn gleðigjafi á mannamótum.  Slík upphafning eiturlyfja er ófyrirgefanleg á mest lesna vefmiðli landsins. 

Viðkomandi "blaðamaður" hlýtur að biðjast opinberlega afsökunar á þessum mistökum. 


mbl.is Viðtal við Mollý neytanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mollý, ecstasy, MDMA, (RS)-1-(benzo[d][1,3]dioxol-5-yl)-N-methylpropan-2-amine er amphetamine, náskylt Ritalin, Concerta, sem er læknadóp, mikið notað á Íslandi, einnig af fullorðnu fólki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 21:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju? Þetta virðist hafa fengið sumt fólk til að hugsa.

Annað fólk náttúrulega hugsar aldrei hvort eð er.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2013 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband