24.8.2013 | 17:44
Menningarnótt er ekki öllum ætluð
Menningarnótt er hið merkasta fyrirbæri þar sem allir geta skemmt sér við eitthvert þeirra hundruða atriða sem boðið er uppá í miðborginni, eða með því einu að sýna sig og sjá aðra.
Einn stór ljóður er þó á skipulagi hátíðarinnar og hann er sá að ellilífeyrisþegum, öryrkjum og öðrum sem erfitt eiga um gang er nánast gert ómögulegt að taka þátt í herlegheitunum, því miðborgin er algerlega lokuð öllum farartækjum og strætisvagnar fara ekki nær Arnarhóli t.d. en að Hlemmi eða Umferðarmiðstöðinni.
Margir geta ekki skokkað slíkar vegalengdir fram og aftur og það jafnvel oftar en einu sinni á dag, því varla er reiknað með að fólk haldi sig í bænum án hlés frá morgni og til miðnættis.
Til að kóróna vitleysuna er auglýst að til að njóta flugeldasýningarinnar sem hátíðinni lýkur með klukkan 23, þá verði allir að vera staddir á Arnarhóli því þaðan verði sýningarinnar best notið því rakettunum verði skotið upp af húsunum í kringum hólinn. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki hafa áhuga á að sækja hljómleika Rásar 2 sem fram fara á Arnarhóli á tímabilinu 20:30-23:00, þ.e. alveg fram að flugeldasýningunni?
Auðvelt hefði verið að skipuleggja strætóferðirnar þannig að vagnarnir gengju niður Sæbraut og hefðu endastöð við Ingólfsgarð í nágrenni Hörpu og hefði það auðveldað fótafúnum að njóta þeirrar menningar sem boðið er uppá á þessari hátíð.
Vonandi læra skipuleggjendur Menningarnætur af þessum mistökum og bæta úr fyrir næsta ár.
Vöfflukaffi og nikkudans á Menningarnótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.