17.5.2013 | 10:18
Varla er núverandi ástand Vigdísi Hauksdóttur að kenna
Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður, sem talsvert hefur sinnt málefnum innflytjenda segist hafa miklar áhyggjur af því ef Vigdís Hauksdóttir yrði innanríkisráðherra, þar sem hún hafi látið í ljós álit á flóttamannamálum sem Katrínu hugnast ekki.
Samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni segir Katrín ennfremur: "Katrín sagði að staða þeirra ríflega 20 hælisleitendamála sem hún hefði á sinni könnu væri algjörlega óbærileg. Elstu málin segir hún vera frá árinu 2009, en það mál væri reyndar í kærumeðferð hjá innanríkisráðuneytinu. Ég hef kært meðferð mála til ráðuneytisins fyrir brot á málshraðareglu, en ráðuneytið er ekki búið að úrskurða um hvort málshraðareglan hafi verið brotin, segir Katrín. Málshraðinn þarna er skelfilegur. Það kom mér samt skemmtilega á óvart á ráðstefnunni í HR á miðvikudaginn að fólk var ekki bendandi hvert á annað, heldur var fólk sammála um að úrbóta væri þörf."
Það verður að teljast furðulegt að lögmaður sem lýsir núverandi stöðu þessara mála á þennan veg skuli vera að hafa áhyggjur af því hver gæti hugsanlega orðið ráðherra þessa málaflokks í framtíðinni og hvort það verði manneskja með skoðanir á málefninu eða algerlega skoðana- og framtakslaust fólk eins og virðist hafa verið að fjalla um þessi mál fram að þessu. Katrín er hins vegar afar ánægð með að engir skuli vera bendandi hver á annan vegna ástandsins, en bendir sjálf á fólk sem enga aðkomu hefur haft af flóttafólki fram að þessu.
Einhvern tíma hefði einfaldlega verið sagt að hér væri verið að hengja bakara fyrir smið.
Áhyggjur verði Vigdís ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, ástandið er Vigdísi ekki að kenna.
En væntanlega hefur farið hrollur niður eftir bakinu á Katrínu Oddsdóttur, um tilhugsunina um að Vigdís komist með puttana í málin.
Málið er nefnilega, að "flóttamannaiðnaðurinn" gefur ákaflega vel af sér, og Katrín, eins og ansi margir fleiri, eru á beit í ríkiskassanum.
Katrín Oddsdóttir er hrædd um afkomu sína. Hún er hrædd um að Vigdís gæti hagsmuna skattgreiðenda, og fari ofan í saumana á því sem ekki má fara í saumana á. Enda verður þess gætt af Katrínu Oddsdóttur og félögum, að ef rangra spurninga verður spurt, þá fer ófrægingarherferð í gang, með ásökunum um rasisma, fordóma og mannhatur.
Katrín Oddsdóttir er slím sem hefur fest sig á veskin okkar. Hún er ekkert á leiðinni burt, nema með heljarbaráttu.
Vinstrisinni sem hefur hreiðrað um sig í kerfinu fer þaðan ekki sjálfviljugur, og alls ekki hjálparlaust.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 11:59
Hverjir greiða Katrínu Oddsdóttur laun? Er það Rauði krossinn, S.Þ. Hverjir borga brúsann fyrir þetta fólk þegar það er komið á "spenann". Ætlar Katrín Oddsdóttir að halda þessu fólki uppi á sínum vegum, eða á að sækja peningana í okkar peningabuddu. Nei, Katrín leitaðu uppi önnur verkefni að vinna að....
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 16:45
Það hafa sennilega fáir nennt að lesa yfir þá "gagnrýni" sem Vigdís hefur á hendur hæisleitendum og fer svo mikið fyrir brjóstið á Katrínu Oddsdóttur.
Þar leggur Vigdís fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um þann þátt hælisleitenda sem snýr að þeim sem hafa verið að reyna að komast úr landi, eftir ólöglegum leiðum. Þessi fyrirspurn Vigdísar er ákaflega hófleg og ekkert þar sem hægt er að túlka sem andstaða eða andúð á hælisleitendum. Hún er einfaldlega að leggja fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um stórt vandamál, sem gæti skipt sköpum fyrir þjóðina. Fyrirspurningin sneri að hælisleitendum af þeirri einföldu ástæðu að þeir einir hafa verið að stunda þessa iðju. En sannleikurinn er stundum sár.
Það er virkilega áhyggjuefni þegar lögfræðingur tekur þá afstöðu til lögbrjóta að þingmenn megi ekki spyrja um þeirra málefni hjá viðkomandi ráðuneyti og spurning hvort sá lögfræðingur er yfirleitt starfi sínu vaxinn.
Ísland er aðili að alþjóðasamþykkt um siglinga- og farmvernd. Þessi lög eru nokkuð víðtæk og í raun í valdi hvers lands að ákveða hversu strangt er farið eftir þeim. Þarna hafa Bandaríkin verið með nokkra sérstöðu og leggja fram mjög stranga túlkun þessara laga. Það þíðir að hvert það land sem vill geta sent sín skip til Bandaríkjanna verða að fara að vilja þeirra um framkvæmd þessara laga hjá sér. Þó framkvæmdin sjálf sé nokkuð góð hér á landi, hafa óprúttnir menn sem hingað koma í skjóli innflytjendalaga verið duglegir að brjóta þessi lög og smygla sér um borð í skip sem halda vestur um haf. Síðastliðið sumar kom athugasemd frá Bandaríkjunum vegna þessa. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir alvarleik slíkra athugasemda, en það eiga lögfræðingar að gera. Í stuttu máli gæti slík athugasemd, ef ekkert er að gert, orðið til þess sjóleiðin milli Íslands og Bandaríkjanna lokaðist um tiltekinn tíma. Þetta myndi leiða til þess að erlend skip myndu ekki vilja koma hingað til lands, þar sem þá lokast þau einnig frá Bandaríkjunum. Þá gætu erlendar hafnir einnig lokað fyrir íslensk skip, þar sem skip sem færu frá frá þeim höfnum gætu lokast frá Bandaríkjunum. Þetta gæti því í raun þítt algera einangrun landsins sjóleiðina!
Til að róa fólk aðeins, var hægt að sinna þessari athugasemd frá Bandaríkjunum með því að efla eftirlitið verulega við hafnir landsins, með ærnu tilkostnaði. Sú leið verður vart fær ef aftur kemur athugasemd frá Bandaríkjunum.
Þessi hætta sem landið var komið í, skapaðist vegna þess að svokallaðir hælisleitendur gerðu ítrekaðar tilraunir til að komast ólöglega úr landi, með því að smygla sér um borð í skip. Dæmi voru um að sami einstaklingurinn væri handtekinn nokkrum sinnum fyrir þetta uppátæki. Ekkert var þó hægt að gera gagnvart þessum svokölluðu hælisleitendum. Þeir voru einfaldlega yfirheyrðir og síðan skuttlað suður á Fit hostel. Og leikurinn byrjaði upp á nýtt.
Það var vegna þessa og þeirrar staðreyndar að þessir svokallaðir hælisleitendur gerðu tilraun til að komast um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli, sem Vigdís lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra. Þá var ekki einungis sú hætta fyrir hendi að landið einangraðist sjóleiðina, heldur var loftleiðin einnig komin í hættu.
Það er deginum ljósara að þeir sem hingað koma sem hælisleitendur og reyna síðan að koma sér úr landi eftir ólöglegum leiðum, eiga ekkert erindi hér. Þeir vilja greinilega ekki búa hér og því á að hjálpa þeim með fyrstu vél út úr landi. Það er engum til hagsbóta að halda þessu fólki nauðugu hér á landi!
Ég legg til að allir sem um þetta mál vilja fjalla kynni sér fyrirspurn Vigdísar. Hana má sjá hér. Ef einhver getur bennt á óvild í garð innflytjenda í þessari fyrirspurn, væri gott að fá að heyra hana.
Þá ættu allir þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, sérstaklega þeir sem vilja vinna innan dómskerfisins, að láta vera að dæma um hluti sem ekki hafa enn orðið að veruleika. Einnig ætti slíkt fólk að láta alveg vera að dæma fólk út frá réttmætum spurningum til ráðherra!
Gunnar Heiðarsson, 17.5.2013 kl. 21:54
20 hælisleitendamál í ólestri í tíð vinstri stjórnar.
Hvað kemur það Vigdísi Hauksdóttur við?
Þetta sýnir bara ræfilshátt ráðamanna og áhugaleysi.
Og eins og Hilmar bendir á - Þetta er ríkisspeni og öruggar tekjur til frambúðar!
Vonandi verður stokkað hraustlega upp í þessum málum.
Svíi sagði mér, að sænskir einstaklingar græða milljarða á ári hverju með því að landið taki á móti flóttafólki frá Afríku og arabalöndum.
Það þarf nefnilega að sinna þessu fólki með mat, húsnæði, klæði, heilsugæslu, barna og húsnæðismeðlögum, skóla, lögfræðinga, glæpasérfræðinga, fjölgun starfsmanna í fangelsi o.fl.
Allt þetta fé kemur úr ríkis og sveitasjóðum og rennur nánast allt í vasa ósvífina græðgisseggja, bæði í opinberum störfum og sjálfstæðum rekstri. Því fleiri sem koma, því meira græðum við!
Aðrar afleiðingar skipta engu máli.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.