Svikamylla bankanna fyrir hrun

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Dekabank, hins þýska, um að ríkið væri í raun ábyrgt fyrir skuldum Glitnis vegna svokallaðra "endurhverfra" viðskipta upp á tugi milljarða króna örstuttu fyrir bankahrunið á árinu 2008.

Í fréttinni segir um þessi viðskipti:  "Þýski bankinn lánaði Glitni um 677 milljónir evra á fyrri hluta árs 2008 í formi endurhverfra viðskipta um kaup og sölu á fjármálagerningum útgefnum af Landsbankanum og Kaupþingi."  Þessi viðskipti varpa ljósi á gerfiviðskipti bankanna á þessum tíma, en þeir hafa greinilega verið að "kaupa" skuldabréf hver af öðrum og endurselja þau síðan til erlendra banka og annarra fjármálastofnana löngu eftir að stjórnendum íslensku bankanna var orðið ljóst að hrun væri framundan, enda sjálfir og eigendur bankanna löngu byrjaðir að tæma þá innanfrá og héldu því áfram fram á síðasta starfsdag bankanna og jafnvel lengur.

Þessi sýndarviðskipti hafa ekki verið neitt annað en hreinar blekkingar eða Ponsisvindl og ætti Dekabank frekar að kæra stjórnendur bankanna fyrir svindlið en að reyna að hafa peninga út úr íslenskum skattgreiðendum, sem enga ábyrgð báru, eða aðkomu áttu, að þessum bófahasar.

Annað sem þessi dómur sýnir svart á hvítu og það er hve vel og úthugsað ríkisstjórn Geirs H. Haarde brást við bankahruninu með setningu neyðarlaganna. 


mbl.is Ríkið sýknað af 54 milljarða kröfu Dekabank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þetta sýnir svart á hvítu eins og þú segir þýðingu neyðarlaganna í vörnum íslensku þjóðarinnar gagnvart skuldugum féflettum. Lögsaga Íslands og neyðarlögin eru grundvöllur Íslands í málinu. Þannig var ekki búið um hnútana í Icesave, þar sem Bretum var afhent lögsaga landsins. Engu er líkar - miðað við Eurosafe - að Ísland hafi verið tilraun áður en herförin gegn þjóðum evrusvæðisins var hafin. Sem betur og vegna þess að Ísland er ekki með í ESB tókst Íslandi að fara eigin leið. Þakkir fyrir skrif þín Axel.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband