Hvað um viðskiptabann ESB?

Bretar hafa áhyggjur af því að hugsanleg aukning fisksölu Íslendinga til Kína í kjölfar fríverslunarsamningsins milli landanna kunni að leiða til þess að minna verði flutt af fiski frá Íslandi til Bretlands og annarra Evrópulanda og verð muni hækka í kjölfarið.

Eins og kunnugt er hafa breskir hagsmunaaðilar barist eins og ljón fyrir því að sett verði viðskiptabann á Ísland vegna makrílveiðanna og yrði það gert myndi fiskútflutningur væntanlega algerlega leggjast af til Bretanna og annarra Evrópubúa og það myndi að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á fiskverð í Evrópu til hækkunar.

Er ekki kominn tími til að Bretar, Skotar og aðrir boðberar viðskiptastríðs gegn Íslandi fari að átta sig á afleiðingum slíkrar styrjaldar fyrir þá sjálfa og láti af stríðsdansinum. 


mbl.is Óttast minna framboð á fiski frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Axel.

Því fleirri milliríkjasamningar sem Ísland gerir við þjóðir utan ESB því betra. Kominn tími til að yfirgefa markaði ESB og þar af leiðandi skipta viðskiptaþvinganir ESB og Noregs íslendinga minna og minna máli.

Vonandi kemur sá dagur að viðskiptaþvinganir ESB og Norgegs verða ekkert nema smá óþægindi í viðskiptum íslendinga.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.5.2013 kl. 14:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er skemmtileg tvöfeldni hjá bretanum. Það eru einmitt þeir sjálfir sem heimta viðskiptabann.

Verði viðskiptabann sett á verða bretarnir að semja við Norðmenn, vini sína og sam-bannsmenn, um fiskikaup. 

Þessi yfirlýsti "ótti" breskra bendir samt ekki til þess að þeir hafi mikinn áhuga á norskum fiski.  Gaman væri að vita af hverju.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2013 kl. 17:28

3 identicon

Sæll.

Ég hef mikla trú á að hægt væri að semja um makrílmálin ef við ræddum beint við Skotana, án þessa milliliðar sem þarf að skipta sér að öllu.

Helgi (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:04

4 identicon

Við Íslendingar þurfum ekkert að ræða um makrílveiðar okkar við Skota, frekar en aðra

Við kunnum okkur alveg hóf og höfum sannað það með okkar fiskveiðum.

ESB þarf hinsvegar að skoða sína stefnu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband