28.4.2013 | 09:35
Stórir sigrar og hrikaleg töp
Kosningar eru afstaðnar og eftir þær stendur tvennt uppúr, en það er stórsigur Framsóknarflokksins vegna loforðsins um skuldaniðurfellingu húsnæðislána og gríðarlegt og nánast heimssögulegt tap stjórnarflokkanna.
Framsóknarflokkurinn hlýtur að verða aðili að næstu ríkisstjórn og þá mun málið væntanlega vandast fyrir hann, þar sem enginn getur sagt fyrir um hvort og þá hvenær "hrægammarnir" muni gefa flokknum peningana sem til þarf svo hægt verði að standa við stóru orðin.
Jóhanna Sigurðardóttir skilur við Samfylkinguna í algjörri rúst, en sá flokkur keyrði kosningabaráttuna nánast á einu máli, þ.e. ESBinnlimuninni, og þjóðin hefur nú sýnt hug sinn í því máli svo ekki verður misskilið.
Lýðræðisvaktin var sérstaklega stofnuð og bauð fram ýmsa þjóðþekkta einstaklinga í þeim eina tilgangi að berjast fyrir nýrri stjórnarskrá, sem samin var nær eingöngu af frambjóðendum flokksins. Þeirra boðskap var algerlega vísað út í hafsauga, enda fékk flokkurinn ekki nema 2,5% atkvæða á landsvísu.
Sjálfstæðisflokkurinn má vel við sína niðurstöðu una, því fyrir fáeinum vikum var honum spáð 17% fylgi í skoðanakönnunum, en fékk um27% og er orðinn stærsti flokkur þjóðarinnar á ný, eins og hann hefur oftast verið og þjóðinni hefur alltaf gengið best þegar flokkurinn hefur verið sterkastur.
"Norrænu velferðarstjórninni" var hafnað á eftirminnilegan hátt í þessum kosningum ásamt innlimuninni í ESB og "nýju stjórnarskránni". Það eru skilaboðin sem lesast út úr kosningunum við fyrstu skoðun.
Úrslitin liggja fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skilaboðin úr þessum kosningum er að hryðjuverkastjórnmál borga sig ekki. Jóhanna og Steigrímur vissu það en réðu ekki við óstjórnlegt hatur sitt!
Björn (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 10:12
Já, nú verður hægt að taka hrægammasjóðina, þ.e. lífeyrissjóðina, og gera þá upptæka til að greiða niður skuldir almennings.
E (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:10
Loksins lausir við eina verstu stórn allra tíma !
Held meira að segja að Danir hefðuverið betri kostur.
Birgir Örn Guðjónsson, 28.4.2013 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.