Sjaldan ratast Steingrími satt orð á munn

Af einhverjum ástæðum vill Steingrímur J. ekki viðurkenna fyrir flokksfélögum sínum og þjóðinni að með undirskrift sinni sé hann búinn að veita borunarleyfi fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu.  Líklega stafar þessi ósannsögli hans af sömu rótum og svikamyllan í kringum ESBinnlimunartilraun ríkisstjórnarinnar, þ.e. að segja eitt og gera annað en það sem felst í stefnu flokksins sem hann stofnaði sjálfur og kennir við umhverfisvernd og andstöðu við ESB.

Í fréttinni segir m.a:  „Þetta er leitar- og rannsóknarþáttur með öllum fyrirvörum af okkar hálfu varðandi umhverfis- og öryggismálin á þessu svæði. Þetta jafngildir ekki ákvörðun um að leyfa boranir eða vinnslu þarna,“ sagði Steingrímur í Speglinum í gær. Taldi hann að ef olía fyndist þyrfti að taka ákvörðun um það í framtíðinni hvort leyfa ætti boranirnar og það væri miklu stærri ákvörðun en rannsóknarleyfin. Hvert og eitt skref færi í umhverfismat og ákvörðunin lægi langt inni í framtíðinni.

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, segir allt aðra sögu, en hann segir að í leitarleifunum felist borunarleyfi, uppfylli þau öll skilyrði um umhverfis- og öryggismál. Segir hann að huglægt mat sem ekki hafi málefnalegar ástæður gætu hugsanlega skapað skaðabótaskyldu á hendur ríkinu.

Ósannsögli Steingríms er staðfest í eftirfarandi grein fréttarinnar:  "Gunnlaugur Jónsson, annar eiganda Kolvetna ehf., sem er á bakvið eina af umsóknunum um sérleyfi, segir í samtali við mbl.is að ekki sé hægt að taka réttinn af mönnum núna til að vinna olíu sem hugsanlega finnist. „Stóra hugmyndin með sérleyfinu er að menn hljóta heimild til að vinna olíuna. Það er forsenda þess að farið sé í þetta stig að menn hafi vinnsluleyfi. Hann segir þó eðlilegt að gerðar séu kröfur um umhverfisþætti áður en að borunum kemur, en að það sé „ekki hægt sem pólitísk ákvörðun héðan af að taka af fyrirtækjum réttinn til að vinna olíuna sem þau kunna að finna."

Það verður að teljast illskiljanlegt hvers vegna Steingrímur J. lætur afhjúpa sig sem ósannindamann í hverju málinu  á fætur öðru.  Enn óskiljanlegra verður það í ljósi þess að einmitt þessi óvani er líklegasta skýringin á fólksflóttanum frá VG. 


mbl.is Ekki hægt að neita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olía án Hirðirs.

GB (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 07:01

2 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Steingrímur does not have any propensity for telling the truth and is very adept at talking out of both sides of his mouth. VG is so chaotic.

He agrees to drill, but not really then says it is okay to look for oil, but not drill. Why on earth would you look for it and not do anything with it? It is completely senseless to spend the resources to find it, then do nothing with it. His claims of environmental concerns are also a bunch of horse puckey. Oil corporations around the world all have some green regulations imposed and still manage to drill successfully. 

Steingrímur will obstruct any initiative he can that might contribute to the welfare and prosperity of Iceland.

I don´t think he is a very nice or sound character. I have never seen the man smile once.

Suzanne Kay Sigurðsson, 9.1.2013 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband